Jæja, þá er maður orðinn 25 ára! Ég vil endilega þakka öllum velunnurum mínum fyrir yndisleg sms, símtöl og tölvupósta.. sérstaklega vil ég þó þakka foreldrum mínum fyrir að kíkja á mig á leiðinni heim frá ameríku..
Ég átti ansi góðan afmælisdag, stutt í vinnunni, foreldrar í heimsókn ásamt litlu systur. Síðan slappaði ég geðveikt af til kl 7 þegar við Guðjón fórum á Rossopomodoro og fengum frábæran mat ogenn frábærari eftirrétt. Við skelltum okkkur svo í bíó á Alexander og ég veit ekki hver slefaði meira ég eða hann! Colin Farrel er hummana-hummana-hummana flottur í þessari mynd og þó víða væri leitað, svei mér... hún var samt ansi löng, rúmir 3 tímar og við vorum bæði í spreng meðan við brunuðum heim á leið um miðnætti.
Annars er allt við sama heygarðshornið, er að fara á morgun í svona vinnudag þannig að ætli ég drífi mig ekki bara að þýða eitthvað núna til að geta sagt eitthvað af viti..
21. janúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli