18. janúar 2005

einkunnir

Veit aldrei hvernig rétt leið til að skrifa þetta orð er... vá.. verð að laga orðaröðina mína líka hehehe. en alla vega, ég er sem sagt búin að fá út úr ÖLLUM kúrsum síðasta árs og eru þær sem hér segir:
Amerískar bókmenntir frá suðvestur landamærunum: 9.5
Fjölmiðlaþýðingar: 9.0
Þýðingar textar og orðræða: 9.0
Þýðingafræði: 8.5
sem gerir meðaleinkunina mína slétta 9.0...flottur flottur..
jei! Þetta eru náttúrulega brillíant einkunnir/annir og ég gæti ekki verið sáttari. Held ég stefni að því að þýða rauðu seríuna í sumar, ú je beibí...

Átti góða helgi en var nú ekki eins dugleg og ég ætlaði mér. Ég fór og hitti guðrúnu yfir bjór á Celtic Cross áður en ég rölti niður á Hressó (formerly McDonalds) og hitti ALana og fleiri góða útlendinga og tölti svo heim um 1 leytið. spök bara, en horfði reyndar á 3 Ab-Fab þætti með guðjóni og dreymdi síðan að ég væri Eddie, geri aðrir betur. Á sunnudaginn kom María Erla í vöfflukaffi og spjall og ég fékk að koma við gervibrjóst. svalt.

Er annars búin að uppgötva disk sem ég fékk frá steinunni systur í sumar einhvern tímann en ég hafði lagt á hilluna þegar ég flutti suður, Long gone before daylight með The Cardigans, alveg þrusugóður, miklu betri en mig minnti. Kláraði svo líka Bítlaávarpið eftir hann Einar Má minn og hún er bara býsna góð, klassískur Einar, e.t.v aðeins snubbóttari en áður en samt snilld.

Sit núna í Árnagarði og íhuga það hvernig það verði að vera 25 ára en ég á víst afmæli á morgun. Er búin að panta borð á Rossopomodoro þar sem við guðjón ætlum að snæða eitthvað feitt og gott annað kvöld í tilefni dagsins.. kvíð mest fyrir því að í vinnunni spilar stimpilklukkan afmælislagið þegar maður stimplar sig inn, úff úff höndla það varla kl. 8 í fyrramálið

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

INNILEGA TIL HAMINGJU með einkunnirnar - ekkert smá að brillera þarna kona góð :)

takk annars fyrir kaffið, knúsið, vöfflurnar og brownies kökurnar... yummie. heyrumst fljótt - heyri allavega í þér á morgun *taddaradda-ra-ra* ;) kkv. maríaerla