
Fæ þetta jólalag alltaf á heilann þegar það snjóar ótæpilega.
Í gær snjóaði all verulega en í morgun var slabbið alls ráðandi. Nú þegar ég lít út um gluggann er snjókoman með sterka innkomu og mér sýnist sem ég þurfi að sópa aftur af bílnum áður en ég kemst heim í dag!
Mér finnst þetta pínu notalegt, en ég hef samt áhyggjur af vaxandi þörf minni fyrir svefn! Um leið og það fer að dimma eitthvað af viti og kuldinn eykst þá vil ég bara borða kjöt og kartöflur og sofa í minnst 10 tíma á dag... sem er fáránlegt ;)
Ég keypti mér nóvemberkaktus í Blómavali um helgina og sit nú spennt og bíð eftir öllum blómunum sem ættu að springa út fljótlega - það er nú 1. nóvember á morgun!
Já og það er hrekkjavaka í dag þannig að Happy Halloween!!