Já mín kæru, sumarið er loksins komið og fraus meira að segja saman við veturinn svo nú er von á góðu! Siggi stormur fór einmitt hamförum í fréttatímanum í gær og tafsaði næstum því á þessum fréttum, svo mikið var honum í mun um að koma þeim á framfæri.
Það er að sjálfsögðu frí í skólanum í dag en ég vaknaði samt frekar snemma og fór í málningarvinnu. Náðum að mála gluggana sem munu á endanum hleypa fallegri birtu inn í íbúðina mína. Við vorum reyndar bara að grunna svo það er hellingur eftir en gott verk samt. Er núna á leiðinni í sumarkaffi hjá sys og Ágústi Óla.. hlakka til ;)
19. apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Gleðilegt sumar krúttið mitt.
Sumarknús og -kveðjur, ame
Gleðilegt sumar!!!! knús í krús!
Gleðilegt sumar muwahh
Hæ elsku Lára og gleðilegt sumarið.
Takk æðislega fyrir sendinguna, hún kom í gær, kærkomin sumargjöf:D
Ekkert skemmtilegra en Benni og Bára enda sleit ég henni út mínum yngri árum.
Ástarkveðja frá öllum úr Hesselög.
ps.
Er að fara éta sushi þegar krakkinn er sofnaður.. keypti 17 stk. þar sem það nægði mér ekki að éta minn skammt, og éta afgangana þína og Dísar þegar við vorum úti að borða!!
Gleðilegt sumar stúlkur!
Flott að heyra að bækurnar slógu í gegn - datt þetta allt í einu í hug og ég er svooo sammála - benni og bára voru alvg að gera sig langt fram eftir aldri ;)
Ákvað svo að skella bangsa litla með því þar er svo mikið um liti og einfalda hluti ;)
mig dauðlangar í sushi akkúrat núna og hvað eru 17 stk milli vina??
Skrifa ummæli