26. apríl 2007

Jónsmessudraumur

Ég fór í leikhús í gærkvöld á Draum á Jónsmessunótt í flutningi LMA og ég verð að hrósa nemendum fyrir frábæra sýningu. Ég átti auðvitað ekki von á öðru en að nemendur legðu sig alla fram en þarna fóru þau fram úr mínum væntingum. Einn af mínum nemendum, Axel Ingi stendur sig frábærlega í hlutverki tónlistarstjórnanda og nær á skemmtilegan hátt að tengja saman atriðin með þema tengdum stefum sem endurtaka sig. Flott, flott flott sýning!

Ég vil því hvetja alla sem hafa áhuga á að sjá leikritið (tekur ekki nema um 70 mín í flutningi) að panta miða hjá Hörpu í síma 661-8912. Þetta kostar ekki nema 1.500 kr og hefur maður nú eytt öðru eins í tóma vitleysu!

Það er sýning í kvöld (fimmtudag 26. apríl) kl. 20:00 og svo er næstu sýningar
fimmtudaginn 3. maí klukkan 20.00
föstudaginn 4. maí klukkan 19.00 og 21.15
laugardaginn 5. maí klukkan 17.00 og 20.00

Helgin verður undirlögð af sögum frá nemendum, ritgerðarskrifum og málningarvinnu. Eins og máltakið góða segir: There's no rest for the wicked!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Færðu prósentur???

Til hamingju með nýju vinnuna!

Lára sagði...

hohoho! já ég er alveg á spenanum ;)

takk elskan - hlakka til ;)