Ég hef snúið aftur heim eftir yndislegt frí í Danaveldi hjá Evu Stínu, Anders og Óskari Smára. Dagarnir liðu áfram í leti, rólóferðum, smá verslun og almennri "ís-kaffi-rölt í sólskini" sælu. Kærar þakkir fyrir mig elskurnar - hlakka til að sjá ykkur eftir fjóra mánuði!
Ég lenti reyndar í þeirri "skemmtilegu" reynslu að fluginu mínu var frestað vegna bilaðs takka í flugstjórnarklefanum. Við vorum látin bíða í 2 tíma í vélinni áður en okkur var hleypt aftur inn í flugstöðina með 75 dkr í farteskinu. Ég fékk mér steik og las tískublað á meðan ég beið í aðra 2 tíma eftir að komast aftur um borð. Eftir að okkur var hleypt inn aftur kom í ljós að varahluturinn var ekki kominn í gegnum tollskoðun og því biðum við í aðra 2 tíma um borð í vélinni áður en við lögðum loksins af stað. Fólk klappaði þegar vélin tókst á loft - 6 tímum á eftir áætlun. Takk Iceland Express fyrir að "leyfa" okkur að sitja í vélinni án þess að hafa loftræstinguna á.
Komst heim á leið í gær um hádegi og lenti í einni af svaðalegustu lendingum hér heima í langan tíma. Þurftum að koma yfir fjöllin í vestri og holy mother! Pomms, hrinstingur og almennt skak og skrum var gjaldið sem þurfti að borga fyrir allan meðvindinn sem við fengum á leiðinni. Það var gott að lenda loksins! Ég brunaði beint á Toyota og fékk bílinn minn afhentann hálftíma og mörgum undirskriftum síðar ;) Takk Rut!
Nú er ég eins og lítill krakki sem á nýtt leikfang og bíð þess spennt að geta farið út að keyra aftur á eftir!
5. apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli