27. febrúar 2007

Ég fíla ekki steinull


stend í smá framkvæmdum með ma & pa og hef komist að eftirfarandi:


-steinull er rykug og inniheldur kláða aukandi efni
-kúbein er massa flott verkfæri
-það er ekki flott að líma spónaplötur fastar
-það er nauðsynlegt að eiga hanska (sjá steinull)

er rykug, þreytt og fór ekki einu sinni í ræktina - fussum svei!

25. febrúar 2007

Sunnudags fótbolti


Er búin að horfa á 2 fótboltaleiki í dag. Horfði á úrslitin í deildarbikarnum milli Arsenal og Chelsea og sá þegar John Terry fékk fast spark í andlitið. Þetta var eitt það ljótasta sem ég hef séð lengi! Svo missti ég reyndar af slagsmálunum og öllum rauðu spjöldunum en þetta endaði í sigri Chelsea, sem að mínu mati áttu arfaslappan fyrri hálfleik.
Í augnablikinu er ég að horfa á Barcelona - Bilbao og Barca er að vinna 2-0 í augnablikinu og Eto'o var að skjóta rétt framhjá...

ég er fótboltahóra

22. febrúar 2007

Júkaleilei

Vúhú!
daman hreyfðist nú ekkert mikið en eitthvað ;) Er einmitt á leiðinni í ræktina - gott að geta horft á Guiding á meðan maður svitnar eins og svín... það er nefnilega ALLT að gerast í GL þessa dagana og ber þá hæst að minn gamli, góði Philip Spaulding er mættur til leiks á ný, Blake er ólétt af tvíbbum (Ross á einn, Rick á hinn - yes, I know!) og Dinah er að reyna að ná pjeningunum sínum aftur af Roger.. þetta er alveg allt að gera sig!!

Ég hef verið óheyrilega löt þessa vikuna, einhver innipúki í mér. Í kvöld ætla ég því að drífa mig í prjónaklúbb hjá Hörpu sem ég vinn með og reyna að mjaka þessum peysum mínum áfram.

Helgin er algjörlega óplönuð - sjáum hvort eitthvað skemmtilegt detti ekki inn ;)

21. febrúar 2007

Special song for you, my friend...

Bad news comes don't you worry even when it lands
Good news will work its way to all them plans

And we'll all float on, ok
And we'll all float on, alright

Bolludagskórónur




19. febrúar 2007

Gleðilegan bolludag!


Bolla, bolla!
Afrekaði að föndra bolludagskórónu handa mér og Ágústi Óla á meðan ég passaði hann. Hendi inn mynd við tækifæri. Þar til fáið þið að njóta þess að stara á þessa ljúfu sem ég fann á kanadískri heimasíðu!
Á morgun heldur átið og hefðin áfram með Baunadagnum, aka, Sprengidegi. Hlakka mikið til að kjamsa á baunasúpu með kjötbitum og rófu útí *slurp*.
Öskudagurinn rekur síðan lestina á miðvikudaginn en mér skilst að einhverjir ætli að mæta í búning í skólanum. Spurning um að fara með lepp fyrir öðru auganu?
Helgin var ljúf og góð, vann sem minnst og leyfði mér að sofa, horfði á Júró og leigði mér svo Prada-djöfulinn. Hún var alveg ágæt, hló inn á milli þess sem ég slefaði yfir öllum þessum fötum og skóm! Fékk eina gamla með, Garden State - með skemmtilegri myndum sem ég hef séð. Gott hjá Zack Braff!
Best að byrja útvötnun fyrir morgundaginn - saltið fer illa í mig :/ en þetta er bara svo gott!


15. febrúar 2007

óbreytt ástand

já,
eins og mig grunaði þá fór vigtin ekkert niður á við þessa vikuna. Ég fór bara einu sinni í ræktina og borðaði bakarísfæði (uss uss!) svo ég bjóst nú alveg við þessu.
Hawaii daman situr því sem fastast á núllinu alla vega þar til næsta fimmtudag.

Í gær sat ég áhugavert námskeið um dyslexiu og komast að helling sem ég vissi ekki áður. Nú ætla ég að tileinka mér nokkrar bættar kennsluaðferðir sem gagnast ekki bara þeim heldur öllum nemendum.
Í dag sit ég hins vegar heima og vinn í MA ritgerðinni minni. Fimmtudagsmorgnar verða helgaðir þessum skrifum og er ég núna á algjöru grunnstigi. Í síðustu viku fékk ég lánaðar bækur hjá Ólöfu hinni þýðu og er ég að fara í gegnum þær núna. Erfiðast er að byggja upp hinn faglega/fræðilega grunn sem ritgerðin mun svo loks byggjast á svo ég held að skrifin sjálf verði mun síðar.

Helgin er framundan, veit ekki hvað ég ætla að gera en líklegast þarf ég að vinna eitthvað - sit uppi með slatta af ritunarverkefnum eftir daginn í dag!

10. febrúar 2007

The big ticker...

Lengi hefur mig vantað almennilega hvatningu til að hreyfa mig reglulega. Þrátt fyrir að vita um skaðsemi kyrrsetu, nammiáts og óhollustu af öllu tagi þá hef ég aldrei verið nógu hrædd, nógu ákveðin að takast á við vigtina sem mjakast (reyndar mishratt) upp á við á hverju ári. Nú er svo komið að ég er 14 kg og þung miðað við hæð og aldur og allt saman. Jebbsí, og ég er búin að komast að því að þessi kíló eru að sjálfsögðu allt saman fitukíló. Svo markmiðið er núna að hafa teljarann fyrir framan augun á mér og öllum hinum sem koma hingað inn svo ég geti asnast til að taka ábyrgð á mínu lífi og minni heilsu. Fyrir jól lækkaði ég þessa tölu úr 17 kg í 12 kg en 2 komu aftur yfir jólin og prófatíðina (úff púff) svo nú er talan í 14 kg.

Það virðist vera ákveðið "trend" að létta á hjarta sínu í bloggheiminum en þetta er ekkert slíkt. Hver sem sér mig veit að ég gæti auðveldlega lifað heilbrigðara lífi, án þess að ég sé einhver offitusjúklingur á barmi örvilnunar.

Nú er bara að drífa sig út, hlaupa fituna af og byggja upp vöðva. Og hvað hef ég sem gulrót núna?
Nú fyrri gulrótin er ferðin mín til Kaupmannahafnar eftir 49 daga. Ef ég ætla mér að versla einhver föt þá er nú betra að passa í þau - ekki satt?
Seinni gulrótin er fyrirhuguð heimsókn til Parísar og hugsanlega Nice seint í sumar. Það væri nú ekki slæmt að geta spókað sig í landi herðatrjánna í bikiní!

Svo, á hverjum fimmtudagsmorgni vigta ég mig og skelli nýrri tölu á hawaii dömuna hérna uppi.
Fylgist með.....

9. febrúar 2007

Hörmungar

Eins og flestir íslendingar hef ég fylgst með Kastljósinu og DV í umfjöllun þeirra um Breiðavíkur málið svokallaða. Ég á engin orð sem geta lýst því hvernig það er að fylgjast með þessum mönnum sem þurftu að ganga í gegnum hreint helvíti segja sögu sína í sjónvarpi. Ég held ég sé búin að gráta á hverju einasta kvöldi síðan þetta kom upp og ég trúi því ekki enn að svona lagað hafi gerst hérna á Íslandi.

Annað mál er Byrgismálið. Þessir ótrúlegu atburðir þar eru líkastir glæpasögu og vona ég heitt og innilega að það mál verði krufið til mergjar en ekki látið liggja í möppum og kössum í einhverri geymslu í mörg ár eða jafnvel áratugi.

Ég er fegin að fólk þorir að koma fram og segja frá þessum hræðilegu atburðum.

7. febrúar 2007

Möðruvellir


Kenndi á Möðruvöllum í dag.
Þeir sem þekkja til MA vita að Möðruvellir er móderníska, kassalaga byggingin sem sést þegar þú kemur að skólanum frá Þórunnarstræti. Vanalegast kenna tungumálakennarar aðeins í Gamla skóla og á Hólum en auðvitað þurfa menn að flakka á milli - bara hollt.

Mér tókst að "týna" veskinu mínu á leiðinni heim frá Reykjavík. Eftir mikla leit og örvæntingarfulla hringingu í bensínstöðina í Borgarnesi, bankann fyrir lokun og í Valdísi sem ég keyrði með, gafst ég upp og taldi það glatað. Sem betur fer fann hún Valdís það síðan í bílnum sínum svo ég glataði ekki öllum kortunum mínum, ökuskírteininu, nafnspjöldum og kaffibollakortinu ómissandi. Þvílíkur léttir. Sannar bara það að um leið og þú hringir í bankann og lætur loka kortunum þá finnurðu veskið.
Lögmál.

4. febrúar 2007

Back in the north country...

komin heim aftur eftir stutta helgi í borginni - ég veit að ég hitti ekki alla sem ég þekki þar en ég var með fókusinn á familíuna.

er að brjóta saman allar peysurnar sem ég keypti og ganga frá herberginu áður en ég skríð undir sængina og legg höfuðið á nýja koddann minn.
það er dúnkoddi.

good times.

2. febrúar 2007

Múrmeldýrsdagur

blogger er tvisvar búinn að gleypa færsluna mína.

nenni ekki að skrifa í þriðja sinn það sem ég hafði að segja en í stuttu máli:
-Í dag er groundhog day. Punxatawny Phil sá skuggann - vor er væntanlegt.
-er á leiðinni suður. Óvænt ferð til að hitta systur mína og Guðjón, mon frére..
-klúðraði næstum akademískum ferli mínum í dag. Með góðri hjálp nemendaskrár og 38.000 kr náði ég að bjarga MA náminu mín.

lag dagsins: Eyes með Rogue Wave

Missed the last train home
birds pass by to tell me that im not alone
well im pushing myself
to finish this part
i can handle a lot
but one thing i'm missing is in your eyes

have you seen this film
it reminds me of walking down the avenue
well im washing my hands of attachments,
yeah i will land on the ground
but one thing I’m missing is in your eyes

1. febrúar 2007

Ný önn, nýr mánuður

Í dag byrjar skólinn formlega aftur. Ég hitti reyndar nokkra nemendur í gær í prófsýningum og stundatöflu-útbýtingu en í dag byrjar ballið. Kennsluáætlanir, leslistar og orðaforðalistar hafa komið í hrönnum úr ljósritun og hvíla nú í plastvösum merktum bekkjunum mínum. Alltaf ákveðinn léttir að hafa hlutina tilbúna vel fyrirfram ;)

Er búin að vera í lægð, eða á púpu-stigi og vil helst bara vera ein úti í horni vafin inn í sæng og teppi en það gengur ekki! Segi letipúkanum stríð á hendur og fer í ræktina á eftir!

Helgin býður upp á nokkra möguleika; leikhús, sund, ræktin, saumar, prjónaskap, lestur, sjónvarpsgláp o.s.frv. o.s.frv.

Vona að þið hin hafið það sem best - já og til hamingju með að janúar er loksins búinn!