5. janúar 2007

Árskort í ræktina og hjól í kaupbæti

Já,
nú er ég stoltur eigandi nýs hjóls! Fór í Átak áðan og ákvað að skella mér á árskort þar og viti menn, þeir buðu mér hjól í kaupbæti. Þeir voru reyndar búnir að auglýsa þetta eitthvað en ég hélt bara að þau væru búin. Svo nú á ég nýtt hjól :)

Ég hef ekki átt hjól í mörg, mörg ár nánast síðan ég átti mitt fyrsta hjól sem var appelsínugult og af einhverjum dularfullum ástæðum var afturdekkið alltaf loftlaust eftir einn dag. Þetta þýddi að hjólapumpan og bæturnar voru stanslaust á lofti og oft þurfti maður líka að reiða hjólið niður á BSO til að pumpa í dekkið "alvöru lofti". Þetta voru góðir dagar...

Helgin framundan - ætla að skella mér á Stranger than Fiction á morgun og eyða restinni af helginni í vinnu.. það eru sko próf framundan ;)

Shout out dagsins fer til mömmu minnar sem í dag er 49 ára gömul! Til hamingju með afmælið, elsku mamma mín!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Knús og kram duglega systir.. hafðu það rosa rosa gott og hringdu á morgun í mig með upplýsingarnar ;)

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár! Það verður greinilega nóg að gera hjá þér á komandi ári! Til hamingju með nýja hjólið og kortið. Sjáumst í Átakinu...

Lára sagði...

Eva: takk ezzzkan, já ég bjalla í þig á morgun ;) já og takk fyrir spjallið áðan!

Ólöf: Við sjáumst svo þokkalega í Átakinu! Verðum svaka duglegar að styrkja okkur fyrir gönguna miklu í sumar ;)

Nafnlaus sagði...

Hi elskan... ég er búin að vera svolítið út af "internet land" undanfarið þannig að ég missti alveg af listanu þínu...en heyrðu... portugálskan??? hvaðan kemur það???

Nafnlaus sagði...

Dugleg stelpa! Gleðilegt ár elskan og takk fyrir frábært sumar. Ég er að byrja í átaksnámskeiði á mánudaginn þannig að það er um að gera að troða í sig núna;)

Lára sagði...

hehe já Lisa ég veit það ekki :) reyndar hefur mig lengi langað til að læra annað tungumál en ég ákvað svo bara fyrir svona mánuði að ég ætlaði að velja portúgölsku! sjáum hvernig fer :D

Tóta: shit já.. ég fór reyndar í fitumælingu í gær og hafði ekki ´lækkað aðeins síðan í október sem er MET því ég hef voða lítið hreyft mig ;)
Hafðu góða "troðsluhelgi" og það er nú einu sinni laugardagur í dag!

Nafnlaus sagði...

Þið verðið sko komnar í roknaform með þessu áframhaldi, ég verð stoltur göngufélagi ykkar Ollu í sumar :) Áfram stelpur!

Lára sagði...

hehe já Maja, við verðum úber-gellur í sumar ;)