Ég breytti örlítlu hérna á blogginu. Var að prófa hversu auðvelt "nýja" viðmótið hjá blogger er og verð að segja að það er mun notendavænna en hitt - svona fyrir okkur sem getum auðveldlega klúðrað html kóðum og svona ;)
Mér finnst líka betra að hafa tenglana og svona vinstra megin. Þá eru þeir ekki að trufla augað þegar maður les færslurnar.
Það er strax kominn 2. janúar. Sit heima og reyni að vinna í verkefnum sem ég verð að skila þegar skólinn byrjar aftur. Er samt komin með hugann eitthvert allt annað, eiginlega á næstu önn. Er strax farin að hugsa um skipulag ritunarverkefna, nýrra kennslubóka o.fl. o.fl. Verð að draga mig aftur að verkefnabunkanum ;)
Á morgun opnar Átak loksins aftur í nýju og stórglæsilegu húsnæði og ætla ég að nýta mér aðstoðuna þar til fullnustu. Er að spá í að kíkja í Fit pilates tíma og ná hlaupunum mínum upp í 5 km. og svo seinna á árinu ætla ég að þjálfa mig upp í 10 km. fyrir Reykjavíkurmaraþonið í ágúst.
Ég setti mér nú engin áramótaheit, enda ekki vön því. Hef samt ákveðið nokkra hluti sem ég ætla að gera á árinu:
*Kaupmannahöfn um páskana (búið að bóka flug ;)
*Ganga bæði á Vaðlaheiði og Súlur í sumar
*Ganga Laugarveginn í hópi góðra vina
*Hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst
*Klára mastersritgerðina mína og útskrifast í október
*Byrja að læra Portúgölsku
Þarna. Búin að setja þetta niður á "blað" og því öruggara að standa við þessi markmið mín!
2. janúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hej Lára og gleðilegt árið gamla mín. Flott nýja síðan þín og fínustu takmörk sem þú ert búin að setja þér. Hlakka til páskanna!!
Hejsan!
Já ég hlakka geðveikt til að kíkja til ykkar ;) Fer að telja niður vikurnar...
Skrifa ummæli