Maður virðist ekki gera mikið annað en sitja þessa dagana. Ef maður er ekki að sitja yfir nemendum í prófi er maður að sitja við að semja próf eða sitja við að fara yfir próf. Þetta er ekki eins afslappandi og menn halda kannski :) Ég þarf að vera duglegri að hlaupa yfir götuna og skella mér á brettið þegar ég kem heim úr vinnunni. Í gær var bara svoooooo kalt, -16°C á mælinum heima og hrímþoka lá yfir bænum. Ekki beint hvetjandi ;)
Í dag sá ég sorgarfrétt á mbl.is - leikkonan sem lék Sally Spectra í Bold and the Beautiful er dáin :( hún var með magakrabbamein blessunin. Lengi lifi Sally!
ég sé fyrir endann á prófa samsetningu því síðasta prófið verður að fara í ljósrit í fyrramálið svo það klárast í dag. Þá er bara yfirferðin og yfirsetan eftir.... held ég sé að fá sigg á rassinn......
17. janúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Á svo ekki að hrista siggið af rassinum á afmælinu?? Bara 2 dagar í tjútt og pakka!!
Jeminn...greyið Sally...hún var svo flott :-)
Hei bara tveir dagar í árin 27 :-) var einmitt að segja Elvari frá því þegar þú varðst 22 og við fórum á Shalimar að borða og komust að því að bragðlaukarnir mínir eru geðveikt töff :-) Svo fórum við og keyptum glás af Ben & Jerry´s ís á kostnað Europay, það var meira að segja í fyrsta skipti sem ég smakkaði svoleiðis ís...gaman :-)
heyri í þér á fös, knús ame
hahaha æji verð bara að skrifa hérna. Hef af og til dottið hérna inn á síðuna þína Lára;) En var nefnilega huxað til hennar uppáhaldsfrænku minnar (AME) í dag þegar ég las um andlát Sally Spectra...mkikill missir í þessari leikkonu;)
hehe já Anna og Heiða, hún var klassssssssapía ;) Og Shalimar var alveg murder fyrir mína bragðlauka - algjör veimiltíta ;)
Við EK ætlum einmitt að fara þangað á fös til að halda uppá bóndadaginn og skála fyrir þér Lára mín...og ég mun örugglega skála alla veganna einu sinni fyrir Sally :-) knús ame
Skrifa ummæli