Ég fór á Stranger than fiction í gær og get alveg mælt með henni. Will Farrell fer á kostum og ég er sammála gagnrýnanda Fréttablaðsins að hægt sé að líkja þessu við það þegar Adam Sandler lék í Punch Drunk Love og Jim Carrey tók að sér Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Very nice.
Í dag þurfti ég að vinna ansi lengi og komst að því að ég er ekki þungt haldin af aga. Það er einfaldlega erfitt að halda einbeitingu og aga þegar maður les sömu setninguna 23 sinnum í röð með mismunandi villum. Þarf að taka hlé núna þar til eftir mat...
Nú eru bara 2 kennsludagar eftir og svo 2ja vikna próftörn þar á eftir. Það verður ágætt að ganga frá þessari önn. Ég veit hvað ég lærði og get nýtt áfram en ég veit líka hverju ég verð að breyta fyrir næstu önn. Merkilegt...
7. janúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
ójá, "little did he know..."
Alveg frábær mynd!
Skrifa ummæli