Á morgun er síðasti dagur ársins. Síðastliðin tvö ár hef ég sett inn uppgjör fyrir árið hérna og tekið talsverðan tíma að semja hann. Þó að það sé gott að rifja upp hvað hefur gerst þá ákvað ég að í ár sleppi ég nákvæmri upptalningu en lista hér nokkrar staðreyndir :
Í ár:
*keyrði ég hringinn í fyrsta sinn
*var ég í 3 vinnum - IKEA, Stöð 2 og MA
*fann ég nýja vini og kvaddi nokkra (en enginn dó samt ;)
*flutti ég aftur heim til Akureyrar
*varð ég 26 ára
*kláraði ég mastersnámið mitt (fyrir utan ritgerðina ;)
*fór ég aldrei til útlanda
*eignaðist ég loksins hönnun eftir Guðjón ;)
*sá ég vini mína eignast börn eða plana börn sem fæðast á næsta ári
Ekki slæmt ár í heildina, missti engann, fjölskyldunni farnast vel, flestum vinum farnast vel og ég hef kynnst nýju starfi. Allt í allt kveð ég þetta ár í sátt og ætla að sprengja það í loft upp með einni Guðríðar-köku sem endist í 40 sek. Vel gert :)
já og p.s. Saddam er látinn - var þetta bara svo að Bush gæti sagt að "the year 2006 was successful" ?
30. desember 2006
24. desember 2006
Gleðileg Jól
Ég vil óska öllum vinum og vandamönnum og þeim sem rata inn á þessa síðu gleðilegra jóla, árs og friðar.
Hafið það sem allra best yfir hátíðirnar og munið að þetta snýst um gleði og samheldni en ekki pakka og skraut ;)
Sérstakar jólakveðjur fara til Jóhönnu Margrétar Einarsdóttur sem í dag er 8 daga gömul.
Hafið það sem allra best yfir hátíðirnar og munið að þetta snýst um gleði og samheldni en ekki pakka og skraut ;)
Sérstakar jólakveðjur fara til Jóhönnu Margrétar Einarsdóttur sem í dag er 8 daga gömul.
23. desember 2006
Skeit (a.k.a. Skata)
Á hverju ári heldur móðir mín skötupartý. Hún kallar þetta reyndar veislu en mér finnst partý flottara. Í ár kemur skatan frá Patreksfirði og henni fylgir einn maður í mat. Ágætis skipti held ég ;) Ekki borða ég skötu en ég fæ mér saltfisk og finnst hann mjög góður. Ég þarf samt að borða svolítið mikið af mandarínum eftir á og drekka helling af vatni.
Ég er búin að pakka inn öllum gjöfum, búin að þrífa og setja hrein jólarúmföt á rúmið, búin að skreyta herbergið mitt og búin að senda öll jólakortin, að sjálfsögðu. Mér líður pínu eins og Bree - ég veit ekki hvað ég á af mér að gera og langar helst bara í hvítvínsglas!
Guðjón komst loks til Íslands og ég bíð með öndina í hálsinum að hann komist til Akureyrar í dag - hann verður að komast því ég hef ekki séð hann í sjúklega langan tíma og við þurfum að hlæja frekar mikið saman. Það er ekki eins fyndið í gegnum síma ;)
Jæja, skatan kallar úr pottinum - lyktin er farin að laumast hér undir hurðina og inn til mín....
Ég er búin að pakka inn öllum gjöfum, búin að þrífa og setja hrein jólarúmföt á rúmið, búin að skreyta herbergið mitt og búin að senda öll jólakortin, að sjálfsögðu. Mér líður pínu eins og Bree - ég veit ekki hvað ég á af mér að gera og langar helst bara í hvítvínsglas!
Guðjón komst loks til Íslands og ég bíð með öndina í hálsinum að hann komist til Akureyrar í dag - hann verður að komast því ég hef ekki séð hann í sjúklega langan tíma og við þurfum að hlæja frekar mikið saman. Það er ekki eins fyndið í gegnum síma ;)
Jæja, skatan kallar úr pottinum - lyktin er farin að laumast hér undir hurðina og inn til mín....
20. desember 2006
Ég fæ jólagjöf, jóla- jólagjöf
Í dag kláraði ég vinnuna fyrir þetta árið. Það er reyndar kaffiboð kennara og maka í kvöld og auðvitað mæti ég í það. Umsjónartíminn minn í dag var frábær, allir mættu með pakka og skiptust á jólkortum og síðan horfðum við á The Nightmare before Christmas á meðan við mauluðum piparkökur.
Ég náði líka að henda jólakortunum í póst þannig að ekki mun fíaskó síðasta árs endurtaka sig! Síðustu jólagjafirnar voru keyptar og ég pakkaði meira að segja nokkrum inn! Á morgun ætla ég svo að sofa út... mmmm.... ljúft og gott.
Ég náði líka að henda jólakortunum í póst þannig að ekki mun fíaskó síðasta árs endurtaka sig! Síðustu jólagjafirnar voru keyptar og ég pakkaði meira að segja nokkrum inn! Á morgun ætla ég svo að sofa út... mmmm.... ljúft og gott.
18. desember 2006
fíkn
Það er satt - mandarínufíkn mín hefur náð nýjum hæðum.
Á hverju ári, á þessum árstíma, fer í sölur fersk og góð uppskera af mandarínum eða klementínum og á hverju ári er þessi vara keypt í kössum inn á heimilið. Ég heimta það. Öðrum heimilisfólki finnast mandarínur mjög góðar líka, en það kann sig líka. Ekki ég. Hver á fætur annarri hverfa mandarínurnar ofan í maga minn og synda þar saman og hlæja að mér. Ég er farin að skammast mín pínu fyrir þessa fíkn mína og stend mig að því að ljúga að sjálfri mér: "Það er ekkert mikið að borða 5-6 mandarínur á dag" á meðan ég teygi mig í þá sjöundu, já eða áttundu...
Það er sagt að fyrsta skrefið sé að viðurkenna vandann - ég geri það hér með.
Á hverju ári, á þessum árstíma, fer í sölur fersk og góð uppskera af mandarínum eða klementínum og á hverju ári er þessi vara keypt í kössum inn á heimilið. Ég heimta það. Öðrum heimilisfólki finnast mandarínur mjög góðar líka, en það kann sig líka. Ekki ég. Hver á fætur annarri hverfa mandarínurnar ofan í maga minn og synda þar saman og hlæja að mér. Ég er farin að skammast mín pínu fyrir þessa fíkn mína og stend mig að því að ljúga að sjálfri mér: "Það er ekkert mikið að borða 5-6 mandarínur á dag" á meðan ég teygi mig í þá sjöundu, já eða áttundu...
Það er sagt að fyrsta skrefið sé að viðurkenna vandann - ég geri það hér með.
16. desember 2006
A child is born
Loksins loksins!
Í nótt kl. 2:17 fæddist lítil stúlka til stoltra foreldra, Ingu Bjarkar og Einars. Hún var 4060 gr. og 56 cm! Til lukku, til lukku, til lukku!
Langar að fara og skoða hana strax... en ég er að bíða eftir grænu ljósi frá foreldrunum, hehehe.. þau þurfa nú að hvíla sig ;)
Í nótt kl. 2:17 fæddist lítil stúlka til stoltra foreldra, Ingu Bjarkar og Einars. Hún var 4060 gr. og 56 cm! Til lukku, til lukku, til lukku!
Langar að fara og skoða hana strax... en ég er að bíða eftir grænu ljósi frá foreldrunum, hehehe.. þau þurfa nú að hvíla sig ;)
15. desember 2006
9 dagar til jóla
Hvert fóru dagarnir í desember?
Án gríns, mér finnst eins og fyrsti desember hafi verið í gær en ekki fyrir tveimur vikum!
Var að horfa á lokaþátt Biggest Loser og þvílík breyting á fólki! Alveg ótrúlegt hreint. Það sem mér fannst hvað flottast var að þau litu öll út fyrir að vera svo gömul þegar þau voru feit en voru svo bara nokkuð ungleg þarna í restina!
Framundan um helgina er yfirlestur á u.þ.b. 90 prófum (2 gerðir), yfirferð á 50 vinnubókum og samansafn af stílum og öðrum ritunarverkefnum sem ég þarf að ljúka fyrir þriðjudaginn. Ef ég verð lítið við á msn og í lífinu almennt, þá vitið þið ástæðuna.
Barnið þeirra Ingu og Einars þrjóskast enn - 10 dagar framyfir en vonandi eitthvað að gerast ;)
Jæja, I'm off to betty...
Án gríns, mér finnst eins og fyrsti desember hafi verið í gær en ekki fyrir tveimur vikum!
Var að horfa á lokaþátt Biggest Loser og þvílík breyting á fólki! Alveg ótrúlegt hreint. Það sem mér fannst hvað flottast var að þau litu öll út fyrir að vera svo gömul þegar þau voru feit en voru svo bara nokkuð ungleg þarna í restina!
Framundan um helgina er yfirlestur á u.þ.b. 90 prófum (2 gerðir), yfirferð á 50 vinnubókum og samansafn af stílum og öðrum ritunarverkefnum sem ég þarf að ljúka fyrir þriðjudaginn. Ef ég verð lítið við á msn og í lífinu almennt, þá vitið þið ástæðuna.
Barnið þeirra Ingu og Einars þrjóskast enn - 10 dagar framyfir en vonandi eitthvað að gerast ;)
Jæja, I'm off to betty...
13. desember 2006
Jólastress
Ég fékk pínu hland fyrir hjartað þegar ég vaknaði í morgun og fattaði að ég á aðeins 5 og hálfan vinnudag eftir fyrir jólafrí. Það þýðir að ég þarf að troða ansi miklum fróðleik í blessuð börnin á morgun og hinn! Svo á ég líka eftir að klára að skrifa jólakortin, skreyta herbergið mitt almennilega, kaupa nokkrar jólagjafir og ákveða hver jólafötin í ár verða !
Það er nú samt ekki eins og aðrir eigi ekki við verri vandamál að stríða þannig að ég ætla ekkert að láta þetta pirra mig.... mikið!
Ég er ekki ennþá komin í jólaskapið mitt. Það verður sennilegast ekki fyrr en á laugardaginn sem það kemur. Ég held við ætlum að fara í jólatrés-leiðangur og svo er líka ein af jólamyndunum mínum á Rúv - Home for the Holidays. Tær snilld og Robert Downey Jr. alveg að brillera... love it.
Biðin eftir barninu heldur áfram, nú er Inga mín komin 8 daga framyfir og ekkert að gerast. Þetta er með þrjóskari krökkum sem ég þekki - alveg eins og pabbi sinn held ég bara ;)
Shout out dagsins fer til Bjössa - þegar kemur að því að hrökkva eða stökkva ertu góður í að stökkva ;) Til lukku með nýja framtíð!
Það er nú samt ekki eins og aðrir eigi ekki við verri vandamál að stríða þannig að ég ætla ekkert að láta þetta pirra mig.... mikið!
Ég er ekki ennþá komin í jólaskapið mitt. Það verður sennilegast ekki fyrr en á laugardaginn sem það kemur. Ég held við ætlum að fara í jólatrés-leiðangur og svo er líka ein af jólamyndunum mínum á Rúv - Home for the Holidays. Tær snilld og Robert Downey Jr. alveg að brillera... love it.
Biðin eftir barninu heldur áfram, nú er Inga mín komin 8 daga framyfir og ekkert að gerast. Þetta er með þrjóskari krökkum sem ég þekki - alveg eins og pabbi sinn held ég bara ;)
Shout out dagsins fer til Bjössa - þegar kemur að því að hrökkva eða stökkva ertu góður í að stökkva ;) Til lukku með nýja framtíð!
10. desember 2006
Blogger beta
Jæja,
ég veit ekki hvort ég hafi verið að klúðra einhverju eða hvað... breytti yfir í blogger beta því þeir buðu mér að gera þetta... vonum að þetta fari á besta veg ;)
Ég ákvað í gær að ég þyrfti að hafa eitthvað til að hlakka til næstu mánuðina og pantaði mér far til Kaupmannahafnar um pálmasunnuhelgina. Ég ætla að heimsækja hana Evu Stínu og fjölskyldu, labba um bæinn, fá mér góðan mat og versla eitthvað skemmtilegt. Ég er strax farin að hlakka til!
Ég eyddi helginni í ýmislegt skemmtilegt, fór t.d. í jólahlaðborð á Strikið í gær, skreytti aðeins herbergið mitt, fór í jólaverslunaræðið á Glerártorgi og í Hagkaup en eyddi svo deginum í dag í vinnu. Sem betur fer minnkaði bunkinn talsvert hjá mér, enda bráðum að koma jólafrí.
Shout out dagsins fer til ófædds barns Ingu Bjarkar - viltu drífa þig út? Mamma þín er orðin ansi þreytt á að bíða ;)
ég veit ekki hvort ég hafi verið að klúðra einhverju eða hvað... breytti yfir í blogger beta því þeir buðu mér að gera þetta... vonum að þetta fari á besta veg ;)
Ég ákvað í gær að ég þyrfti að hafa eitthvað til að hlakka til næstu mánuðina og pantaði mér far til Kaupmannahafnar um pálmasunnuhelgina. Ég ætla að heimsækja hana Evu Stínu og fjölskyldu, labba um bæinn, fá mér góðan mat og versla eitthvað skemmtilegt. Ég er strax farin að hlakka til!
Ég eyddi helginni í ýmislegt skemmtilegt, fór t.d. í jólahlaðborð á Strikið í gær, skreytti aðeins herbergið mitt, fór í jólaverslunaræðið á Glerártorgi og í Hagkaup en eyddi svo deginum í dag í vinnu. Sem betur fer minnkaði bunkinn talsvert hjá mér, enda bráðum að koma jólafrí.
Shout out dagsins fer til ófædds barns Ingu Bjarkar - viltu drífa þig út? Mamma þín er orðin ansi þreytt á að bíða ;)
6. desember 2006
Fullveldi, laufabrauð og nýjir kaflar
Þetta gengur nú ekki, verð að blogga oftar en einu sinni í viku!
Ég fór nýklippt og fín á árshátíðina á föstudaginn og skemmti mér konunglega. Það er ótrúlega gaman að sjá nemendur sína í sínu fínasta pússi með skemmtiatriði og prúðmannlega framkomu. Þeir sem þekkja til skólans vita að þessar skemmtanir eru vímuefnalausar og ótrúlegt að smala saman 900 manns í mat og á ball án þess að nokkur vandamál komi upp á. Margir nemenda minna komu mér skemmtilega á óvart og sýndu hæfileika sem ég hafði ekki grun um. Æðislegt kvöld.
Á laugardaginn var svo laufabrauð hjá fjölskyldunni og gekk það líka mjög vel. Ég fæ hins vegar alltaf verk í augun og held að það sé út af steikingarfeitinni. Var alla vega illt í augunum þar til næsta dag!
Mig langar líka til að tala aðeins um eina vinkonu mína sem náði merkum áfanga síðastliðinn föstudag. Fyrir rúmum tveimur árum greindist hún með brjóstakrabbamein aðeins 29 ára gömul. Hún var nýbúin að gifta sig og var á leiðinni til útlanda í nám. Eftir margar aðgerðir og lyfjameðferð náði hún sér og á föstudaginn, 1. desember, fullveldisdegi Íslans sat hún í útlöndum þar sem hún er í námi og var loksins laus við öll krabbameinslyf. Til hamingju elsku María Erla - þú ert í alvörunni ein af fáum manneskjum sem ég lít upp til þegar kemur að því að sigrast á hinu ósigranlega.
To new beginnings!
Ég fór nýklippt og fín á árshátíðina á föstudaginn og skemmti mér konunglega. Það er ótrúlega gaman að sjá nemendur sína í sínu fínasta pússi með skemmtiatriði og prúðmannlega framkomu. Þeir sem þekkja til skólans vita að þessar skemmtanir eru vímuefnalausar og ótrúlegt að smala saman 900 manns í mat og á ball án þess að nokkur vandamál komi upp á. Margir nemenda minna komu mér skemmtilega á óvart og sýndu hæfileika sem ég hafði ekki grun um. Æðislegt kvöld.
Á laugardaginn var svo laufabrauð hjá fjölskyldunni og gekk það líka mjög vel. Ég fæ hins vegar alltaf verk í augun og held að það sé út af steikingarfeitinni. Var alla vega illt í augunum þar til næsta dag!
Mig langar líka til að tala aðeins um eina vinkonu mína sem náði merkum áfanga síðastliðinn föstudag. Fyrir rúmum tveimur árum greindist hún með brjóstakrabbamein aðeins 29 ára gömul. Hún var nýbúin að gifta sig og var á leiðinni til útlanda í nám. Eftir margar aðgerðir og lyfjameðferð náði hún sér og á föstudaginn, 1. desember, fullveldisdegi Íslans sat hún í útlöndum þar sem hún er í námi og var loksins laus við öll krabbameinslyf. Til hamingju elsku María Erla - þú ert í alvörunni ein af fáum manneskjum sem ég lít upp til þegar kemur að því að sigrast á hinu ósigranlega.
To new beginnings!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)