Skólinn gengur vel.
Ég er hálf lasin, með hor í nös og fleira skemmtilegt. Nemendur mínir vilja að sjálfsögðu að ég haldi mig heima svo þau fái frí ;)
Á föstudaginn var ráðstefna í Höllinni og gekk hún vel - lærði heilmargt um stöðu menntamála á Íslandi og það hversu margir fara í framhaldsnám, þ.e. meira nám en grunnskóla. Það kom mér á óvart hversu háar tölurnar voru hjá fólki á mínum aldri. Um 40% kvenna á aldrinum 20-24 ára hefur einungis lokið grunnskólanámi. Ég veit að skóli eða nám er ekki sjálfsagður hlutur hjá öllum. Sumum gengur illa í skóla, sérstaklega bóknámi. En nú er námsval orðið ansi fjölbreytt og margir skólar bjóða upp á starfsnám. Allt þetta var tekið með í þessa útreikninga og samt er þetta hlutfall svona hátt. Ég varð frekar sorgmædd yfir þessum tölum.
Restin af helginni fór í yfirferð prófa, undirbúning kennslu í þessari viku og smá grín með Ágústi Óla.
Næsta helgi verður sjúklega skemmtileg!! Vinkonur mínar úr þýðingafræðinni ætla að koma til Akureyrar og mála bæinn rauðan! Love it - hlakka geðveikt til ;)
Horið er að fylla heilann á mér, kannski er þessi færsla algjört bull :)
2. október 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Berstu í bökkum...ekki gefa þessum grísum frí...hehe;) (ein bitur frá eigin reynslu) ólívulauf - mæli eindregið með þeim, losa út á svipstundu;)
öfunda þig mjög mikið að vera komin í kennslu.. einhver skólaleiði að hreiðra um sig...hugsanlega pínulítið of snemmt..tíhíh:)
risaknús og aldrei að vita nema við eigum eftir að hittast í vetur í einhverri norðurferð familíunnar... (sem er btw ört stækkandi...tíhihí;)) klem og kos..
noh noh! Til lukku, mín kæra ;)
Já ég vona svo sannarlega að við hittumst eitthvað á næstunni. Frétti af þér í réttum um daginn -Naomí skemmti sér víst vel!
klem og koss tilbaka ;)
*smooch* vona að horinn fari nú að drulla sér í burtu!
Samúðarhorkveðjur. Fékk hóstakast í Hemma í gær, var einsog fífl og laumaðist út;) söknuðum þín í deildargrillinu um síðustu helgi... knús og kossar
Svolítið síðan ég las bloggið þitt...nú skil ég afhverju ég hef ekkert heyrt í þér undanfarið;) sóhattur og c-vítamín er mitt töfraráð við kvefi..og ef þú trúir því bara nógu mikið að það virki, þá virkar það;)
Hlakka til að hitta þig í kvöld..
Hey Lára klára frøken menntaskólakennari. Vonandi gengur thér vel í nýju vinnunni. Thyrfti nú endilega ad fara heyra í thér og kenni øllu ødru um en sjálfri mér.. brádum er minni tímamismunur og já.. ein ønnur afsøkunin hi hi.
Minns er í skólanum núna svo thú afsakar óíslenska stafi. Passadi thig svo bara ad smitast ekki af MA veikinni.. hún er skæd!!
Skrifa ummæli