Ég virðist hafa tapað viljanum til að blogga. Ég veit svo sem ekki af hverju en þessa dagana er reyndar óvenju mikið álag á mér. Krakkarnir í 1. og 2. bekk eru að skila inn vinnubók, 3. bekkur var í prófi úr Animal Farm og með ritunarverkefni auk allra aukaverkefnanna sem tengjast smásögum og almennri ritun. Jesús..
Jæja, ég vildi alla vega láta vita af mér. Ég er að fara til Reykjavíkur á morgun og ætla að vera með litlu systur, hitta Margot, þýðendurnar Maju og Guðrúnu, Lisu skísu og hann Michael Ondaatje minn :D
Verð að halda áfram með vinnubækurnar en ég er sem sagt á lífi ;)
19. október 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Hæ hæ
Þú verður nú að kíkja á mig líka, ég á afmæli á sunnudaginn og er komin með smá bumbu og við náðum ekkert að kveðjast í sumar!!
hlakka til að sjá þig krúttið mitt þó svo það verði kannski stutt. heyri í þér í dag.knús ame
öfund yfir michael ondaatje mar .... úff :)
Hæ Linda, því miður er ég frekar uppbókuð í þessari ferð en ég skal reyna að hitta þig næst þegar ég kem suður. Til lukku með bumbuna (vona ég ;) og til hamingju með afmælið!
AME: hlakka líka til ;)
María: I know!! sjúklega spennt :)
nú hreinlega bara MANA ég þig til að fá áritun ... það er bannað að klikka eins og á Auster.... er enn að naga mig í handarbökin ;)
ÉG FÉKK ÁRITUN!
hehehe.. Ég þurfti að fá smá hjálp frá Lisu en ég fékk áritun: To Lara, Michael Ondaatje :D
very nice, very nice indeed!
Skrifa ummæli