Í dag lærði ég tvo nýja hluti um mig:
1) ég er með ofnæmi fyrir köttum
2) ég hleyp hraðar en ég hélt
Ofnæmið kom í ljós í vinnunni, þar sem ég er núna að leysa af kattamanneskju. Fljótlega eftir að ég kom fór ég að hnerra og horast öll (s.s. fyllast af hori). Ég var ekki alveg að fatta þetta en Agga benti mér á að líklega væri ég bara með ofnæmi. Ég þrætti eitthvað fyrir það (hraust og svona, aldrei fengið neitt ofnæmi) en ákvað samt að skipta um skrifborðsstól (það var nefnilega kattalykt af honum). Eftir 10 mínútur var ég hætt að hnerra og allt hor hvarf. Ég hlýt því að draga þá ályktun að ég sé með ofnæmi fyrir köttum, ekki satt?
Núna rétt í þessu kom ég inn eftir fyrsta almennilega hlaupatúrinn minn. Ég fjárfesti nýlega í skemmtilegri bók sem ég mæli með fyrir þær píur sem vilja "læra" að hlaupa eða einfaldlega hafa smá stuðning til þess að komast loksins í 5, 10, 20 eða 42 km vegalengdirnar í maraþonhlaupum.
Er skemmtilega þreytt, hlakka til að hlaupa aftur á miðvikudaginn
26. júní 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
fæst þessi bók á Íslandi?
ég hef ekki séð hana nema á amazon... bara draga upp kreditkortið ;)
æ, hvað þú ert alltaf dugleg! Ég fór út að hlaupa um daginn en hef svo alltaf 'gleymt' að fara aftur...
hehe, já Ella Maja, ég kannast við það :) þess vegna keypti ég þessa bók. Hún er alveg bráðskemmtileg og fróðleg líka. Maður fyllir út alls konar upplýsingar.. v. nice indeed ;)
ég ætti kannski að tékka á þessari bók, hmmm...
Sylvain er ekki ánægður með the so-called "cat allergy"! Hann finnst það bara afsökun að hætta að gefa hann athygli... og mér er sammala!! ;-) Nei, total bummer... en við heldum núna að mamma er með ofnæmi fyrir kisan sín - algjör martröð fyrir Sylvain því þá flytur hún inn til okkar... kisan ekki mamma! :-)
hehe, ef peanut flytur inn til ykkar þá held ég að Sylvain verði alveg ruglaður!
En vonandi er ég ekki með mikið ofnæmi... verð að kíkja í heimsókn og knús hann ofsalega mikið til að sjá hvort þetta stenst eða ekki
Já!! Það getur líka verið að þú hefur bara ofnæmi fyrir öll kisur nema Sylvain... hann er ekki það loðin... bara svona fluffy round the edges, þú veist! :-) Og já... ég sagði Sylvain um the possible invasion of Peanut... og hún er fallinn í svona þunglyndis tími!! P.S. No sign of the surprise visitor... will let you know though! ;-)
Skrifa ummæli