21. júní 2006

Tjúttlaðipotturinn (a.k.a. súkkulaðipotturinn)

Góðar fréttir fyrir mig,
Ekvador er komið áfram á HM og mætir þar Englendingum 25. júní. Spurning hver gengur ósár í burtu frá þeirri viðureign en ég vona innst inni að Ekvador vinni - þá kemst ég nær súkkulaðipottinum ;)Pólland er dottið úr leik, Fílabeinsströndin og Japan virðast á sömu leið; Túnis gæti rifið sig upp en Spánn virðist öruggur áfram.
Alla vega tvö lið af sex í 16 liða úrslit - ekki slæmt :)

Ég fékk þær fréttir í vikunni að ég verði í mun meiri vinnu en ég hélt í haust, nefnilega fullri vinnu! En meira um það síðar....

Sól úti, sit inni með dregið fyrir gluggana... annars sé ég ekki á skjáinn....

ble

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hae systir min sael..
Ja boltinn rullar afram.. mitt lid er ekki ad gera goda hluti og kemst nu liklegast ekki afram :D
Verd nu ad segja ad eg stydji England.. en hver veit?

Held eg verdi nu ad heyra i ter med tessar frettir humm.. spennandi

knus i brus fra Crawley :D

Lára sagði...

Hæ Eva mín,
já ég ætla að hringja í þig eftir helgina - leyfi ykkur Árna að vera í friði ;)
Gott að heyra frá þér, frétti að það væri hátt í 30 stiga hiti í London þessa dagana.. úff púff segi ég nú bara!

knús knús knús knús