18. júní 2006

Það rignir látlaust á mig

Ég ætlaði að henda inn reiðipistli um rigninguna í gær en þá stytti allt í einu upp. Ég gat gengið um miðbæinn án þess að hafa áhyggjur af því að eyðileggja skóna mína, verða hundblaut og að hárið mitt tæki óvæntan kipp og magnaðist upp (líkt og á Monicu þegar þau fóru til Barbados).
Í morgun var ennþá þurrt og svei mér þá, sólin er að brjótast fram úr skýjunum.
Síðasta vika var afskaplega lengi að líða, mig langaði ekkert til að skrifa neitt hérna inn og flestir sem ég talaði við voru alveg sammála. Ég heyrði þá útskýringu frá mörgum að líklegast væri lægð yfir landinu. Já, já. Segjum það bara.

Þjóðhátíðardagurinn á að vera rosalega skemmtilegur dagur og allir að vera glaðir og prúðbúnir. Mér líður einfaldega ekki vel innanum svona margt fólk. Ég labbaði á vinnustofuna til Guðjóns og krakkanna á Garðastræti 4 og svo aftur heim. Fólk með barnavagna hélt að það ætti heiminn (og að vissu leyti snýst dagurinn um börnin) en það er óþarfi að leggja þeim þvert á gangveginn svo það myndist stíflur á 20 skrefa fresti. Ég eyddi því deginum heima hjá mér í tiltekt og saumaskap (jakkinn er alveg að verða tilbúinn) og ætla líklega að gera eitthvað svipað í dag.

Vona að hann hangi þurr ;)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ehemm .... við fórum síðan ekki esjuna :) donkídorí ... tzuz ...

Nafnlaus sagði...

Hei...við Elvar erum að fara að flytja á Garðastræti 4 :-) knús ame

Lára sagði...

nei???? Schnilld!!!! til lukku Anna mín :)