Þá er langri helgi lokið án nokkurra stórslysa - að minnsta kosti hjá mér ;)
Við Guðjón lögðum land undir fót eldsnemma á laugardaginn, þegar við brunuðum út úr bænum kl 07:30 um morguninn en þurftum þó að snúa við í mosfellsbænum því við höfðum gleymt veigunum okkar, Stoli flösku sem beðið var með eftirvæntingu í partýinu okkar seinna um kvöldið. Eftir smá öskur og pirring vorum við lögð aftur af stað út úr bænum og náðum að keyra til Akureyrar á fjórum tímum, sem okkar fannst mjög gott. Við nenntum ekki einu sinni að stoppa heldur höfðum með okkur samlokur sem við borðuðum á ferð. klassi.
Hið langþráða partý var eitt það frábærasta sem ég hef farið í og var ómetanlegt að fá mat eldaðan af Hólmar og aðstoðarmönnum hans, Þóa og Guðna, auk þess sem Eva Stína og Anders létu sjá sig alla leið úr Danmörku.
Takk fyrir sjúklega frábært kvöld elskurnar og muniði:
You have to be drunk to enjoy it
Eins og laugardagurinn var nú frábær þá uppskar ég eins og ég sáði og lá í bólinu mest allan sunnudaginn en harkaði þó af mér og hitti eitt flottasta barn sem ég hef séð, Óskar Smára. Krakkinn er alveg eins og mamma sín og ég get ekki beðið eftir að hitta hann aftur seinna.
Þegar ég náði að rétta úr kútnum eyddi ég kvöldinu með familíunni og hvíldi svo lúin bein langt fram á morgun.
Í dag brunuðum við svo heima á leið aftur og lentum í skemmtilegum kappakstri við húsbíl með einkanúmerinu "Jolli". Þetta stytti okkur stundir gegnum leiðinlegasta kafla á vegum Íslands, milli Blönduósar og Holtavörðuheiði.
Er að reyna að koma einhverju í verk en er ennþá með bílriðu og verkjar í hægri fótinn eftir keyrslu dagsins.
Ég vona svo sannarlega að aðrir hafi tjúttað jafn mikið og vel og ég!
5. júní 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hehe, shit já.. ofsalega var ég þreytt þegar ég skrifaði þetta!
Já takk sömuleiðis :) við virðumst aldrei hittast þarna, hehe. Stefnum á kaffi fljótlega.
Skrifa ummæli