5. maí 2006

svefnleysi, bróderíng og ný vinna

Ég er búin á því, punkteruð, dauðþreytt, búmm.
Eftir 3 klst. svefn milli mið. og fim. var nóttin í nótt strembin nótt bróderingar og nokkurra mistaka sem þó var hægt að laga! Hef sem sagt verið í litlu saumaþrælabúðunum hans Guðjóns sem fyrir 2 klst. síðan sýndi lokaverkefni sitt við LHÍ ásamt 9 stúlkum, sem einnig eru að útskrifast.
Ég veit bara að ég á ekki eftir að sauma út í laaaaaangan tíma en djöööö hvað þetta var allt saman fallegt. Tárin mín eru meira að segja hluti af einu stykkinu (grét tvisvar út af mistökum sem hefðu getað verið endalok efnisins)

Er öll í hægagangi vegna svefnleysis undanfarinna daga og læt þetta því nægja í bili nema hvað ég fór í atvinnuviðtal hér í Reykjavík í gær og fékk vinnunna! Í stuttu máli sagt er ég að fara að vinna á 365 í kringum dagskrá stöðvanna og þýðingar o.fl. Þetta er svo flókið að ég er sjálf ennþá að negla þetta allt niður :)

Sem sagt, Reykjavíkursumar framundan ;)

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ótrúlega flott hjá guðjóni og MJÖG vandaður saumaskapur essgan ;)

líst vel á sumarið, esjugöngur, miðbæjarrölt, sól og sumarylur - i'm glad you're here baby *smooch* gangi þér vel með næsta próf + verkefni og við sjáumst fljótt.

og já aftur - innilega til hamingju með vinnuna :D

elisabet sagði...

til hamingju með vinnuna skvísa!!!

Nafnlaus sagði...

TIL HAMINGJU!
Þetta verður án efa meira lærdómsríkt og spennandi en IKEA.
Þú átt eftir að standa þig vel!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með vinnuna :)

Lára sagði...

Takk elskurnar mínar - þið eruð öll frábær ;)

Syneta sagði...

KLAPP KLAPP KLAPP KLAPP KLAPPEDÍKLAPP!!!! vissi að ég hefði ekki verið of fljót á mér!:)

Nafnlaus sagði...

FRÁBÆRT!!!!! til lukku lukku lukku með nýju vinnuna snúllan mín. Knús Anna Margrét

Nafnlaus sagði...

Til lukku með vinnuna!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með vinnuna:) og gangi þér vel með hana:)