Helgin var frekar átakalítil,
eyddi föstudagskvöldinu í slappleika á sófanum og missti þar af leiðandi af matarboði þýðandanna. Vonandi næ ég að bæta þeim það upp með grilli síðar í sumar ;)
Laugardagurinn var kosningadagurinn mikli og varla hægt að þverfóta fyrir marglitum blöðrum með listabókstöfum og brosandi frambjóðendum með börnin eða barnabörnin á handleggnum. Ég sá nú samt eitthvað jákvætt út úr þessu: börnin læra að þekkja litina og nokkra vel valda bókstafi, meðal annars bókstafinn X sem fyrirfinnst í orðinu buxur.
Kosningasjónvarpið var frekar fyndið, menn töluðu sjúklega hratt, nýjustu tölur hrúguðust inn en því miður náði framfylkingarflokkurinn á Akureyri ekki inn manni, þrátt fyrir 3.2% fylgi og góðar spár í vikunni.
Í gær fór ég svo á bókasafnið mitt, borgaði skuldir og skilaði síðustu bókunum úr náminu. Þarf reyndar að fara líka á bókhlöðuna, en nenni því ekki strax.
úff hvað lífið er eitthvað óspennandi svona þegar maður skellir því á blað ;)
29. maí 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli