11. maí 2006

Lára í framboði

Já,
mér láðist að nefna hér á blogginu nýjasta uppátæki mitt (fyrirgefðu mamma mín :)
En hún Sigrún Dóra minnti mig á það í commenti síðasta pósts.
Já krakkar, ég er í framboði Framfylkingarflokksins á Akureyri, nánar tiltekið í 18. sæti. Ég þekki höfuðpaur flokksins allvel og einnig stúlkuna í 4. sæti svo ég ákvað að sýna lit og skella mér á listann.

Ég vona að fólk kynni sér málefni næstu kosninga og kjósi - sama þó þið skilið auðu, því ónýttur kosningaréttur er glataður kosningaréttur.

Af öðrum málum er það að frétta að ég var að klára síðasta prófið - á bara eina ritgerð eftir sem ég skila á þriðjudaginn..

þar til síðar...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

and we have a politician in our midst .... hmmm .... til hamingju lára :Þ

heyrðu annars, er esjan ómöguleg um helgina? ef svo þá er júróvisjón helgin líka fín :)

Lára sagði...

Esjan er því miður ómöguleg - er að vinna báða dagana og svo á ég eftir ritgerðina!

kíkjum á júró - sjáum hvernig heilsan og veðrið er ;)

Eva Þórarinsdóttir sagði...

nonnonohh... alles klar wünderbar.. þetta eru sko fréttir.. lára í framboði, við gætum gert mynd :D Knúz knúz á loka sprettinum...

Nafnlaus sagði...

Oh my God, Lára, my friend the budding politician... love it!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! I think the first thing you should do is make ice-cream a compulsory coffee break thing for all bank employees in the summer... I think you should then consider getting some sort of train service between Akureyi and Reykjavík and just for kicks... can we get rid of the snow during winter on the route from Akureyri to Ólafsfjörður... ég meina... það er bara hund leiðinlegt að keyra þarna stundum í svoleiðis veðrið! Sleep on it! Love you! :-)