15. maí 2006
lokapsrettur, humarveisla og afmæli
Steinunn systir á afmæli í dag, 29 ára stelpan! Til hamingju Steinunn mín *knús* Stal þessari mynd af henni og Ágústi Óla ;)
En mikið ofsalega er leiðinlegt svona á blá-endasprettinum!
Sit og reyni að klára þessa blessuðu ritgerð sem ég skila af mér á morgun. Langar miklu frekar að liggja í sólstól úti á svölum, já eða lesa eitthvað skemmtilegt, fara í búðir og versla mér ný föt og svo framvegis, o.s.frv....
Tók mér nú skemmtilega pásu í gærkvöldi þegar við Guðjón brunuðum á Stokkseyri og fengum okkur humar með öllu saman á hinu margrómaða Fjöruborði. Það eru alveg 4 ár síðan ég borðaði þarna síðast svo ég var orðin mjöög spennt. Varð ekki fyrir vonbrigðum því maturinn var sjúklega góður og við hálfpartinn rúlluðum þaðan út. Fengum okkur svo McFlurry í eftirrétt þegar við komum til Reykjavíkur aftur.. mmmm.. alltaf pláss fyrir ís ;)
Við fögnuðum námslokum Guðjóns, nýjum vinnum hjá mér og nánast námslokum - sem sagt, bjartri framtíð!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
I believe one wise woman once said... if something falls through... it is only because something better is waiting around the corner! Can't recall who it was but her name starts with L and ends isa. Or in the words of the great mother abyss in the Sound of Music... where the Lord closes a door, somewhere he opens a window! Ah, catholicism... hours of fun!! ,-)
mmm... mig langar líka í humar... ;)
mmmm við verðum að fara að fá okkur ís og ræða málin með dofna tungu. EBBNI
nammi namm hljómar dilisíus.. heyrðu í mér á morgum þurfum að bralla smá áður en ég fer norður.. knúzí brúz..
Skrifa ummæli