Jæja,
þá er maður orðinn aftur eins og maður á að vera :) Búin að vera ansi skrýtin helgi og maginn á mér hoppaði upp og niður eftir allt þetta órugl í síðustu viku. Guðjón fékk góða dóma svo þetta var allt þess virði. Eyddi meirihluta helgarinnar uppí sófa þar sem líkami minn nennti ekki að standa (í alvörunni, ef ég stóð of lengi fékk ég næstum svima ;.
Er að læra undir síðasta prófið mitt sem er á fimmtudaginn og þá hef ég smá frí til að klára síðustu ritgerðina og hvíla mig aðeins áður en ég byrja í nýju vinnunni minni.
Lítið að segja og frétta en vildi samt skella einhverju hér inn :)
8. maí 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
gangi þér vel í síðasta 'leggnum' :)
annars var ég að heyra að esjan er orðin göngufær!!! við þurfum að fara að skella okkur! :D
Endasprettir geta verið hrikalega langir þannig að láttu mig bara vita ef þig langar að kíkja upp úr bókunum í smá stund;) Gangi þér vel:)
María: já endilega á esjuna! og takk fyrir peppið, þetta er allt að koma ;)
Garún: þakka gott boð ;) fyrirgefðu að ég kom ekki í gær, var hreinlega búin á því og skreið upp stigann heima kl. 18 (nánast ;) svo ég hafði ekki orku í að trítla í hljómskálagarðinn í þetta sinn
Skrifa ummæli