9. maí 2006

jeminn (eða Yemen)

jeminn eini,
ég vissi ekki að það væri hægt að leiðast svona mikið. Mér leiðist svo mikið að ég nenni ekki að anda. Mig langar til að bíta einhvern - bara til að mér leiðist ekki!
Það sem er líka slæmt við að leiðast er að þá borða ég.. ég er búin að borða allt sem er gott í þessu húsi; á bara eftir nýrnabaunir og mjólk (fæ gubbuhroll við tilhugsunina um að blanda því saman)

Það er sem sagt ekki gaman að læra undir próf :(

Vill einhver segja mér eitthvað skemmtilegt áður en ég fer að öskra á fólk út um gluggann?

8 ummæli:

Eva Þórarinsdóttir sagði...

Ég skal segja þér brandara sem ég heyrði áðan..

Kona kom til eiginmanns síns og sagðist vilja fá stærri brjóst og vildi óheyrilega mikið fá sér sílikon.
Kallinn sagði að þau hefðu ekki efni á því, og það væru til fleiri leiðir til að stækka brjóstin sem kostaði ekki neitt.
Nú hvernig þá, sagði konan??
Þú getur nuddað á milli bjóstanna með klósettpappír og þau stækka, sagði kallinn.
nú hvernig getur það virkað ?
Það virkaði allavega vel með rassinn á þér.

Nafnlaus sagði...

Hm, eitthvað skemmtileg?? Once upon a time there was a double dipper... and he was single! ;-) hahahahahaha! Ahhh, crack myself up!

Lára sagði...

Jesús stelpur,
þið eruð fyndnar!

Góður brandari Eva ;)

Nafnlaus sagði...

eg er buinn i profum tihihi :)

Lára sagði...

bastarður

Nafnlaus sagði...

jamm það er eg...

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með framboðið, sá það á netinu í gær.

Nafnlaus sagði...

Jay vann Project runway! Ich glaube es nicht! Vííííííí:D:D:D