nú er það svart... eða meira blátt kannski. Skjárinn á símanum mínum gaf sig endanlega í dag og er ég nú hálf handalaus! Það þýðir ekkert að senda mér sms og ég sé ekki hver er að hringja í mig.. frekar erfitt allt saman! Það versta við þetta er samt að nú veit ég ekki hvað klukkan er!!!! Hef voðalega sjaldan gengið með úr og hef því treyst á símann minn til að segja mér hvað tímanum líður en núna er ég aldeilis allslaus.
Ég held að þetta séu endalok sambandsins - nýr sími verður keyptur helst í dag svo hann geti notast á morgun...
Átti annars ágætis helgi, var mjög þreytt og með mikinn svima en komst klakklaust í gegnum 3 daga vinnutörn. Í dag ætlaði ég svo að læra og vinna seinnipartinn en þurfti að skjótast í vinnuna áðan í rúmlega klukkutíma og fer svo aftur á eftir.. nennti ekki að hanga í holtagörðum í 3 klukkutíma - það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að eyða tímanum í þessum búðum!
þarf að vinna eitt stykki verkefni í vikunni og læra undir próf á þriðjudaginn - jibbí
21. febrúar 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
hvað á ég þá að gera þegar ég heyri "geng geng" lagið.. argh
farðu og fáðu þér síma!
búin að því..
hje hje hje, ég var með "geng geng" á disk í afmælispartýinu mínu - fólkið vissi ekki hvað ég var að meina með þessu!!
ég dansaði meira að segja "betla pening" dansinn og allt!
gott lag...
hehe, betla pening dansinn, var næstu búin að gleyma honum!
góður dans við gott lag!
Skrifa ummæli