þá er bara kominn nýr mánuður. Ég biðst forláts á þessu blogg leysi en ég hef varla verið heima hjá mér til að borða og sofa hvað þá blogga!
Undanfarin vika hefur farið að öllu leyti í vinnu, mætingu í skólann og svo fór allur (og þá er ég ekki að ýkja) gærdagurinn í fyrirlestrarvinnu sem skilaði sér svo feitt áðan að það hálfa væri nóg!
Við Þórdís áttum sem sagt frábæran fyrirlestur um Tristram og Ísönd sem var svo ýtarlegur að þegar við spurðum hvort það væru einhverjar spurningar sagði kennarinn:" ég held þið hafið bara farið í allt saman, þurfum engar umræður". snilld.
Er núna að ná andanum og búin að stússast í bankaveseni áður en ég skutlast í vinnuna og svo í heimsókn í Hafnarfjörðinn til hennar Lisu minnar að sjá nýja kettlinginn, hana Peanut :)
Á morgun á ég svo langþráð frí áður en ég dembi mér í helgarvinnu sem teigir sig inn á mánudaginn..
eins gott að maður er skipulagður ;)
2. febrúar 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hi Lára mín... hlakka til að sjá þig! Hún Peanut er að undirbúa sig fyrir þig... hún er að gera þetta "er ég ekki sæt?" strutt sem er soooo last year! Sylvain er geðveikt pirraður!! ;-)
Skrifa ummæli