Loksins komst ég í bíó á Walk the Line!
Fyrir þá sem lesa hér reglulega þá var uppselt í síðustu viku og endaði ég á Ölstofunni í staðinn.. það var reyndar frekar skemmtilegt kvöld :) En sem sagt, þá skelltum við Guðjón okkur í bíó í gær og urðum alls ekki fyrir vonbrigðum! Svona í tilefni afmælis hans um daginn hljóp ég í skífuna fyrst og splæsti í tónlistina úr myndinni.
Það er alveg ótrúlegt hvað þau Joaquin og Reese sýna snilldartakta í myndinni og fá mann til að trúa að þau séu í raun Johnny og June.. vel gert, vel gert.
sit einmitt núna og hlusta til skiptis á lögin hans af American III og svo hann Joaquin syngja lögin úr myndinni, sérstaklega Get rhythm... ég held að ég sé líka búin að finna ákveðinn takt í sálinni minni.. ansi ljúft..
Hef samt líka uppgötvað Rás 1 alveg upp á nýtt og er það eiginlega kennaranum mínum að þakka, honum Hauki. Hann benti okkur á að hlusta á Passíusálmana svona annað slagið á kvöldin og er ég eiginlega búin að hlusta alltaf -svona eftir á. frekar flott að hafa vef upptökur þannig að maður geti kíkt á þetta þó svo maður missi af þessu í útvarpinu...
sit á náttbuxunum í hálf myrkruðu herbergi, ein heima - bíð eftir að gulu skyrturnar hoppi sjálfar úr þvottavélinni og upp á snúrurnar... nenni ekki að labba niður í kjallara og alla leið upp aftur... Framundan er vinnuhelgi - eins gott að ég selji slatta af dóti!
17. febrúar 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli