Vildi að ég gæti sett svona skilti á húsið mitt svo að það væri ekki svona mikill hávaði í kringum mig! Ég ætti að sjálfsögðu bara að fara eitthvert annað en ég var eitthvað heimakær í morgun- vildi ekki út!
Er búin að sitja yfir þýðingu Matthíasar Jochumssonar á Rómeó og Júlíu og fannst ég eiga skilið að taka mér smá pásu, skunda út í Bónus og kaupa smá mat (og nammi:) er að maula lítið súkkulaðistykki sem hrópaði á mig að kaupa sig - maður fer ekki að neita svoleiðis ... er það nokkuð?
Nýji síminn minn virkar líka svona agalega vel - er búin að setja inn vel valda hringitóna og nokkrar skemmtilegar myndir líka... nú þarf ég bara að spurja Bjössa hvernig ég á að setja þær inn á bloggið mitt!
En jæja, Matthías kallinn bíður eftir mér - best að kíkja betur á hann
23. febrúar 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
poly-β-hydroxybutyrate
bið að heilsa matthíasi langa-langafa ;)
gangi þér vel í lærdómnum *smooch*
Skrifa ummæli