ég er ekkert búin að vera allt of dugleg í janúar að blogga. held ég sé bara ekki í miklu tjáningarstuði þessa dagana. eða kannski er það vegna þess að ég vil ekki eða má ekki tala um allt í lífi mínu. stundum er leiðinlegt að eiga leyndarmál :)
fékk annars í gær frábæra gjöf - disk með alls konar lögum og meðal þeirra er Blackbird með Bítlunum. þetta lag er einfaldlega snilld, glæst, þétt. alltaf gaman þegar einhver eyðir tíma í að velja handa manni lög sem þeir halda að manni finnist skemmtileg :)
er á leiðinni í verslunarferð upp í úthverfi, aka, Smáralindina, til að finna mér einhverjar spjarir. vona að helgin ykkar hafi verið ánægjuleg og að næsta vika feli í sér skemmtilegheit - mín vika inniheldur a.m.k 3 kaffiboð, 2 afmæli (mitt og pabba), e.t.v. heimsókn frá mömmu minni, skólann og vinnuna...
knús knús knús
15. janúar 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Takk fyrir skemmtilegan hitting í dag ;) Var boðin í mat út í Hafnarfjörð svo ég náði ekkert að hringja í þig og tékka á hvernig heimferðin fór ;) heyri í þér á morgun.. Knús..
allt í góðu Eva mín, heimferð gekk vel og Guðjón ætlar að hjálpa mér að mæla síddina á buxunum :)
verð mikið úti í dag en þú mátt reyna að bjalla
knús
skyldi ég geta commentað hmmm...ame
Jei jei jei loksins get ég commentað...hef ekkert getað skrifað hjá þér for ages...annars hef mest lítið að segja...hlakka til að koma suður og í afmælis-IKEA-ensku partýið þitt:-) Heyri í þér fljótlega knús anna margrét
knús knús tilbaka ame mín! já ég hlakka sko líka til að sjá þig snúlls - dreymdi einmitt þig og elvar í nótt - þið voruð ólétt og flutt í sjúklega mínimalsíska íbúð en samt fylgdi hesta málverkið með!! segi þér frá honum seinna :)
Rosalega mikið að gera hjá þér elskan! Við VERÐUM að hittast óg catch up... það er eins og ég hef ekki séð þig í 100 ár eða eitthvað! ;-)
Skrifa ummæli