hmm já, svona er þetta þegar maður reynir að vera skáldlegur - það endar allt í hlátursköstum.
Nú fer Akureyrar dvölinni að ljúka í bili og er ég bara nokkuð sátt við fríið mitt í ár. Ég eyddi miklu meiri tíma með fjölskyldunni en áður, fór í bíó en ekki á ball og byrjaði nýja árið með litlu vínglasi en ekki timburmönnum og ælu um morguninn. Eins og Guðjón sagði rétt áðan þá skiptir það máli hvernig maður byrjar árið og ég held ég hafi gert drastíska breytingu í ár með því að byrja það vel!
Ég fer aftur suður á morgun og tekur þá við vika af hálf-aðgerðarleysi þar sem skólinn minn byrjar ekki aftur fyrr en 10 janúar. Verð nú samt að fara í vinnuna og skipuleggja næsta mánuðinn svo ég mun ekki sitja auðum höndum - alla vega ekki allan tímann.
Best að fara og kaupa eyrnatappa fyrir flugið...
2. janúar 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þér er boðið í kaffi eða te í Skipholti 19, íbúð 201 hvenær sem er, en helst sem fyrst.... hringdu bara á undan þér og tékkaðu á því hvort einhver sé heima (661-8622), við þurfum líka að fara að koma bókaklúbbinum í gang!
takk elsku Linda mín! ég er alveg á haus núna að undirbúa námið og koma mér aftur inn á rétta áætlun í vinnunni en ég veit að ég er alveg laus á miðvikudaginn næsta og bjalla örugglega á þig þá :) ertu að vinna til 5 eða 6??
hæ hæ
ég er yfirleitt að vinna til 5-ish
Skrifa ummæli