6. janúar 2006

afeitrun

ok, kominn tími á smá línu hérna.
Er komin aftur suður, byrjuð að vinna aftur og skólinn byrjar á mánudaginn. Einhvern veginn er búið að vera miklu meira að gera en ég hélt! Er núna í miðri afeitrun og langar bara að naga eitthvað. Já þessar vökvablöndur eru ekki alveg að gera það fyrir mig en samt er þetta ágætt.. ég er alla vega eiturhress en þarf að pissa svolítið oft!
Annars er voða lítið að frétta, bara éta, sofa, borða og einhvern veginn fyllist dagurinn af þessu...

Er á leiðinni út í rok og rigningu - eins gott að ég á strætókort!

4 ummæli:

Syneta sagði...

... vökvablöndur? afeitrun?

Gleðilegt ár!! og velkomin aftur suður, kannski hittumst við einhvern tímann? er ekki kominn tími á þýðingarhitting annars?:)

Lára sagði...

jú aldeilis! hehe já ég var á liquid diet í dag :) ég skal bjalla í þig eftir helgina -er að vinna svakalega mikið!

Nafnlaus sagði...

Ég á byrjuð á ísmegrun... það er ekki alveg að virka svo ég er að leita upp á nýtt! ;-)

elisabet sagði...

tek undir með Synetu!