Ég vil byrja á því að þakka kærlega fyrir mig ! Allar kveðjurnar voru frábærar, hvort sem þær komu í formi sms-a, símtala eða sem comment á síðunni - TAKK!
Ég átti alveg frábæran afmælisdag sem náði hápunkti í kvöldmat með mömmu, Evu systur og Árna á American Style. Sjúklega góð nautasteik rann ljúflega niður og bjórinn sem ég fékk frá Ólöfu og Hjalta var alveg það sem ég þurfti til að halda upp á daginn :)
Í dag er ég svo bókuð í nokkur símtöl, köku með Lisu og kaffiboð með Lindu í kvöld...
Um helgina þarf ég að vinna, vinna, vinna en vona að allir hafi það ljúft og gott og ef ykkur leiðist á laugardagskvöldið þá er myndin 28 Days með Söndru Bullock á Rúv -ansi skemmtileg mynd!
knús til allra
20. janúar 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Elsku Lára, til hamingju með daginn í gær. Bestu Kveðjur, Tóta
þakka ykkur kærlega - dagurinn var frábær :)
Skrifa ummæli