18. janúar 2006

afmæli

ég á afmæli eftir hálftíma. 26 ár í pokanum, vonandi eins mörg og helst miklu fleiri eftir ;)
Sit og hlusta á Fistful of Love með Anthony & The Johnsons - annað lag af þessum góða "mix-cd" sem ég fékk að gjöf.. ansi ljúft að hlusta á einhvern jarma tregafull lög..

það er búið að vera svo kalt undanfarið að í dag fannst mér vorið hreinlega verið komið þó aðeins hefði mælirinn rétt skiðið yfir núllið. Hætti mér út í jakka en ekki úlpu, svei mér þá!
Hitti stelpurnar úr þýðingafræðinni á Sólon áðan og áttum við ansi góða stund yfir gómsætum matnum (flestir fengu sér eitthvað með kjúklingi í..hmm :)þar sem við ræddum heimsmálin og litlu málin - ansi gott.
ætla að baka köku þegar Guðjón kemur heim með eggin sem vantar...

ekki slæmt að eiga afmæli :)

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Happy Birthday Lára mín!!!!!!!!!!!!! :-) 26 ára... þetta er ekki slæmt... ég meina þetta er "the life expectancy" í ýmsum löndum - rosalega vel gert hjá þér!! ;-) xxx

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið Lára mín!
Megi dagurinn verða þér ánægjulegur og uppfullur af skemmtilegum uppákomum.
Kv. O

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn, hafðu það sem allra best og hlakka til að sjá þig á föstudagskvöldið!
Linda

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn Lára klára, 26 ára flott flott!!
Kökur, blöðrur, pakkar, kerti, vona að þú eigir huggulegan dag.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn Lára. Vona að þú hafir vit á því að vera extra góð við þig á afmælisdaginn.
Homie

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið elsku Lára okkar, kveðja Fríða og Daníel Kári.

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með afmælið elsku Láran mín - var að reyna að ná í þig en skil eftir skilaboð hér líka til öryggis ;)
Vona að ammilidagurinn hafi verið þér ljúfur og góður. Hlakka til að hitta þig fljótlega og þá færðu risa ammiliknús ;)

kkv. mep

Nafnlaus sagði...

TIL HAMINGJU MEÐ AMMÆLIÐ!!!
knúsedí knús
íris

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn...belated wishes :)