þetta sagði Jónsi í Sigur Rós rétt áður en tónleikunum lauk í höllinni í gær.. öö þau hefðu alveg getað sparað sér þetta stress því þetta var ÓTRÚLEGT!!!!! Ég er samt ekkert smá fegin að ég var í stúku en ekki í maurahafinu á gólfinu eins og allir 'litlu krakkarnir'.
Sviðsframkoman, öll umgjörðin í kringum tónleikana, ljósin, myndbrotin sem er varpað á tjaldið bakvið þá - allt saman small eins og flís við rass og maður fór í gegnum allan tilfinningaskalann bara. Ég held ég hafi verið með gæsahúð meirihlutann af þeim 2 og hálfum tíma sem þeir voru á sviðinu og geri aðrir gott betur!
öll, öll, öll uppáhaldslögin mín fengu að hljóma um salinn -
er hægt að biðja um eitthvað betra?
28. nóvember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ah frábært að heyra hvað það var svo rosalega gaman hjá þér elskan!
Skrifa ummæli