enn ein vikan að byrja og nú styttist óðum í ritgerðaskil og hefur púlsinn minn hækkar í samræmi við það. Ég veit að þetta hefst allt saman á endanum en það er bara erfitt að sjá það fyrir sér núna.. get eiginlega bara tekið einn dag fyrir í einu.. höndla ekki langtímaplön í augnablikinu.
Eftir veikindi gærdagsins (og nei, þau tengdust ekki enskupartýinu á laugardaginn) reis ég upp eins og fönix úr ösku og mætti í tíma í morgun kl. 8:15, tilbúin með heita vatnið fyrir Tetley's teið mitt... mm.. Lisa kom með tepokana og Hulda kom með mjólk þannig að það reddaði eiginlega morgninum.
er að reyna að vinna í ritgerðunum mínum samhliða.. gengur ágætlega en held að þessi vika muni hafa mest með það að segja hvort þær séu allt í lagi, eða góðar.. vera dugleg, vera dugleg.
14. nóvember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
æ varstu veik greyið mitt? iss iss iss ... takk annars fyrir snilldarkvöld!! þetta var massagaman eins og þeir segja ;)
masssssssssagaman alveg ! ekkert skemmtilegra en heimapartý sem enda við skímu morgunljóssins ;)
Það er alltaf erfit á mánadögum... en Tetleys te er alltaf jafn gott!! :-)
iss mánudagar eru easssy. ;)
er ekki í tímum þá tihihihi
Skrifa ummæli