3. nóvember 2005

bilun

held ég sé eitthvað klikkuð. verð alla vega fyrir allt of miklum áhrifum af sjónvarpinu!
Sat áðan og var að horfa á King of Queens með öðru auganu.. sá að þau réðu svona húshjálp sem átti að þrífa og þvo þvott og svona.. hjálpa til sem sagt. áður en ég vissi af var ég staðin upp og farin hálf inn í eldhússkápinn minn til að finna jólaköku dúnkana mína. af hverju, heyri ég ykkur spyrja. jú, af því að húshjálpin hafði þrifið kökukrúsina þeirra og sett Oreo kexið hans Doug ofan í hana. oooooookeeyyy.... klukkutíma og mjöööög hreinu eldhúsi seinna fattaði ég að eitt leiddi af öðru og ég var farin að skrúbba skápana, eldavélina og bökunarofninn...

held ég verði að róa mig aðeins.. leggja frá mér tuskuna...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þyrfti nú að fá þig í heimsókn þegar þú ert í svona þrifnaðaræði - er þetta ekki smitandi annars? ;)