16. mars 2005

Sykur, minn (ó)vinur

ok,

dagur 2 í sykur afvötnun.. veit ekki hvort það er sniðugt að gera þetta rétt fyrir páskana. Kannski maður gefi bara skítt í þetta og fari í almennilega afeitrun þegar maður kemur suður aftur..
Er annars með æði fyrir tómötum þessa dagana. Held ég hafi borðað 4 í dag og annað eins í gær. Verð að fara í grísinn á morgun og kaupa meira..mmm...

Eva systir lánaði mér fyrstu 8 þættina í næstu syrpu af O.C (sem er ekki væntanleg fyrr en í haust á skjá 1) og vá vá vá. Unglingadrama tekið á nýtt stig verð ég bara að segja. Er búin að horfa á 4 og flissaði alveg óstjórnlega.. held að Guðjóni hafi þótt alveg nóg um.

brjálað að gera í skólanum, næ vonandi að klára 2 verkefni fyrir páskafrí.

vika í heimferð, vika í Evu stínu og Anders, vika í 6 daga frí frá hversdagsleikanum.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Blessuð Lára! Sniðugt hjá þér um daginn að senda sms af netinu og biðja um e-mail;) En allavega, hér kemur mitt loksins: harpabjork@hotmail.com

Lára sagði...

Hæ hæ! hehe já þetta var pínu fyndið. Takk kærlega fyrir, ég vona að einhver hafi forwardað bréfinu sem ég sendi í gær á þig en sendi það líka til vonar og vara..

Nafnlaus sagði...

Já ætlaði einmitt að heyra hvernig O.C maraþonnið gengi.. gott að heyra..er svo búin að fá næstu 4 þætti hihi....en Desperate Houseives voru að klárast og kemur sífellt á óvart ;)
Heryumst með ruslferð..fer líklegast norður.heyrumst kv. Eva syst..

Nafnlaus sagði...

Já ætlaði einmitt að heyra hvernig O.C maraþonnið gengi.. gott að heyra..er svo búin að fá næstu 4 þætti hihi....en Desperate Houseives voru að klárast og kemur sífellt á óvart ;)
Heryumst með ruslferð..fer líklegast norður.heyrumst kv. Eva syst..