3. mars 2005

ást og hatur

ég veit ekki af hverju ég fór að hugsa um þetta en mig minnir að ég hafi verið hálf sofandi þegar þessi kenning myndaðist í kollinum á mér...
við heyrum alltaf að það sé svo mikið hatur í heiminum - það séu endalaus stríð, þjóðflokkabaráttur og einfaldlega ljótt fólk sem gerir ljóta hluti. Þar sem allar tilfinningar og í raun allt vinnur saman í pörum þá hlýtur líka að vera mikið um ást í heiminum.

Þannig að ég komst að þeirri niðurstöðu að fyrir hverja manneskju sem hatar, eða líður illa eða neyðist til að taka þátt í stríði sem breytir henni að eilífu þá hlýtur að vera góð manneskja. Einhver sem elskar, líður vel og hjálpar þeim sem lenda útaf veginum í lífinu og þurfa á hjálp að halda. Og það er bara býsna góð tilfinning að vita af allri þessari ást þarna úti. maður þarf bara að hafa augun opin aðeins betur til þess að sjá hana.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Krútt!

Maður þarf að láta minna sig á þetta stundum!