opnaði augun í morgun, teygði mig í átt að náttborðinu. skrjáfur í álpappír og *brak* mmm loksins fékk ég súkkulaði.
Já gott fólk í dag er dagur páskanna í hámarki! Verð þó að viðurkenna að mér finnst föstudagurinn langi miklu meiri páskadagur heldur en dagurinn í dag. Í raun er fös. langi annar í páskum því þeir byrja (frí-lega séð) á skírdag. Fólk er allan skírdag að geyspa úr sér langþreytuna og átta sig á því að þeir þurfa ekki að mæta í vinnu og vera að "gera eitthvað" allan daginn. Á föstudeginum langa er fólk svo afslappað og veit af frídögunum framundan og nær því að vera kátt og hresst lengi lengi. Í dag veit fólk að á morgun er síðasti frídagurinn og í margra tilviki (eins og mínu) þýðir það 5 klst. akstur aftur heim í hversdagsleikann. Það sem mér finnst kannski einna helst leiðinlegt er að ég er rétt farin að koma mér vel fyrir hérna heima aftur. Svona er þetta.
Er á leiðinni að horfa á landsleik U-84 liðsins í handbolta, vona að hann Árni Björn standi sig vel og kannski sé ég systur minni bregða fyrir..
Njótið vel súkkulaðsins
27. mars 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Gleðilega páska!!
Nói Siríus í mallakútnum... ekki slæmt!!
neibb, ekkert betra en íslenskt súkkulaði á páskunum
Skrifa ummæli