27. janúar 2005

health, health, health

Jæja, ég er búin að vera svo heilsusamleg í dag að ég er búin að hrista af mér slen vikunnar! Búin að vera ómöguleg í 4 daga, þreytt, pirruð og allt of erfitt að drífa sig út á morgnanna... en ekki lengur!
Byrjaði að sjálfsögðu á göngutúrnum með póstinn og tókst að koma þjófavarnarkerfinu í Erotica shop í gang. svalt. Hitti svo gamlan bekkjarfélaga úr Oddeyrarskóla, Andra Rafn! alveg þekkti hann mig og ég hann, fyndið alveg.. Svo skellti ég mér í sund og synti 1km, bringu- og bakskriðsund alveg í bland (ég er að batna Mæja) og fékk mér svo rosalega hollt í matinn. Er núna í Árnagarði eftir velheppnaðar ferðir á bókasöfnin mín og göngutúr í skólann. hananú! Er full af orku og staðfestu.

Er boðin í 2x25 ára afmæli á morgun til Erlu Maríu og Örnu þannig að helgin virkar spennandi.. kyss kyss

26. janúar 2005

Mission impossible þemalag

Ok, veit ekki hvort það eru einhverjir handboltaáhugamenn sem lesa þetta blogg en ég læt vaða. Hver tók þá ákvörðun að það kæmi svona riddaraliðs da-da-da-da-DA-da-DA-da-daaaaa alltaf þegar íslenska liðið skorar mark? Og mission impossible þegar þurrkaður er sviti af gólfinu? Sé fyrir mér lítinn túnisbúa hlaupa inn í svörtum fötum með headset og litla moppu, ímyndar sér að hann sé Tom Cruise á örlagastundu...

Komst líka að því í vikunni að það er erfitt að synda bakskriðsund nema maður hafi sérbraut útaf fyrir sig. Gömlu kallarnir úr elliblokkunum í nágrenni Sundhallarinnar synda baksund old-style og líta út eins og krossfiskar – og taka jafnmikið pláss. Þeir eru krútt en plássfrekir þannig að ég bíð þolinmóð eftir margra hæða sundlaugum...mmm...

Hjartað mitt fer þó út til vinkonu minnar sem í dag þurfti að jarða pabba sinn eftir langa sjúkralegu. Það er engin leið til þess að skilja sársaukann og sorgina sem fylgir því en ég kveiki á kerti fyrir þau bæði og vona að hugsanir mínar styrki hana á erfiðum tímum.

24. janúar 2005

Mánudagur enn á ný

ég hef ákveðið að í stað þess að kvarta alltaf á mánudögum og finnast allt ömurlegt og langt í næstu helgi og svona þá ætla ég frekar að láta sem þetta sé ný byrjun, hægt að þvo syndir helgarinnar (pepsi og nammi, svei) og ég hef 5 heilbrigða og góða daga þar til næsta syndaskömm byrjar! Er í skólanum og á eftir að fara í vinnuna aftur, mánudagar eru erfiðir dagar til að byrja á bjartsýni...

Átti mjög góða helgi, lærði sem aldrei fyrr á laugardaginn, talaði við Gauta sem sagði að ég væri mjög gott efni í þýðanda og peppaðist öll upp við það. Hann sagði reyndar að ég ætti að lesa meira á íslensku, væri greinilga búin að vænrækja mitt ástkæra ylhýra (sérstaklega y reglur) og þyrfti að bæta úr því. Geri það nú strax og hef sett allar erlendar bækur í bann og ætla að næla mér í einhverja af bókunum sem ég sá í bókatíðindum og fannst spennandi...

21. janúar 2005

Jæja, þá er maður orðinn 25 ára! Ég vil endilega þakka öllum velunnurum mínum fyrir yndisleg sms, símtöl og tölvupósta.. sérstaklega vil ég þó þakka foreldrum mínum fyrir að kíkja á mig á leiðinni heim frá ameríku..
Ég átti ansi góðan afmælisdag, stutt í vinnunni, foreldrar í heimsókn ásamt litlu systur. Síðan slappaði ég geðveikt af til kl 7 þegar við Guðjón fórum á Rossopomodoro og fengum frábæran mat ogenn frábærari eftirrétt. Við skelltum okkkur svo í bíó á Alexander og ég veit ekki hver slefaði meira ég eða hann! Colin Farrel er hummana-hummana-hummana flottur í þessari mynd og þó víða væri leitað, svei mér... hún var samt ansi löng, rúmir 3 tímar og við vorum bæði í spreng meðan við brunuðum heim á leið um miðnætti.

Annars er allt við sama heygarðshornið, er að fara á morgun í svona vinnudag þannig að ætli ég drífi mig ekki bara að þýða eitthvað núna til að geta sagt eitthvað af viti..

18. janúar 2005

jólatréið og fleira

ok, þannig að ég er að vinna á í þessari baráttu við imageshack með myndirnar mínar, humph... hér eru sem sagt nokkrar vel valdar


Image Hosted by ImageShack.us
Jólatréið okkar þegar við komum suður aftur, vatnslaust og alls laust í 2 vikur

Image Hosted by ImageShack.us
útsýnið frá útidyrunum á jóladag, eftir að það var mokað

Image Hosted by ImageShack.us
Ágúst Óli á Eiðsvelli í "búðinni"

schnilld

einkunnir

Veit aldrei hvernig rétt leið til að skrifa þetta orð er... vá.. verð að laga orðaröðina mína líka hehehe. en alla vega, ég er sem sagt búin að fá út úr ÖLLUM kúrsum síðasta árs og eru þær sem hér segir:
Amerískar bókmenntir frá suðvestur landamærunum: 9.5
Fjölmiðlaþýðingar: 9.0
Þýðingar textar og orðræða: 9.0
Þýðingafræði: 8.5
sem gerir meðaleinkunina mína slétta 9.0...flottur flottur..
jei! Þetta eru náttúrulega brillíant einkunnir/annir og ég gæti ekki verið sáttari. Held ég stefni að því að þýða rauðu seríuna í sumar, ú je beibí...

Átti góða helgi en var nú ekki eins dugleg og ég ætlaði mér. Ég fór og hitti guðrúnu yfir bjór á Celtic Cross áður en ég rölti niður á Hressó (formerly McDonalds) og hitti ALana og fleiri góða útlendinga og tölti svo heim um 1 leytið. spök bara, en horfði reyndar á 3 Ab-Fab þætti með guðjóni og dreymdi síðan að ég væri Eddie, geri aðrir betur. Á sunnudaginn kom María Erla í vöfflukaffi og spjall og ég fékk að koma við gervibrjóst. svalt.

Er annars búin að uppgötva disk sem ég fékk frá steinunni systur í sumar einhvern tímann en ég hafði lagt á hilluna þegar ég flutti suður, Long gone before daylight með The Cardigans, alveg þrusugóður, miklu betri en mig minnti. Kláraði svo líka Bítlaávarpið eftir hann Einar Má minn og hún er bara býsna góð, klassískur Einar, e.t.v aðeins snubbóttari en áður en samt snilld.

Sit núna í Árnagarði og íhuga það hvernig það verði að vera 25 ára en ég á víst afmæli á morgun. Er búin að panta borð á Rossopomodoro þar sem við guðjón ætlum að snæða eitthvað feitt og gott annað kvöld í tilefni dagsins.. kvíð mest fyrir því að í vinnunni spilar stimpilklukkan afmælislagið þegar maður stimplar sig inn, úff úff höndla það varla kl. 8 í fyrramálið

14. janúar 2005

eru föstudagar flöskudagar?

jó jó, er komin í helgarfrí!! var reyndar komin í helgarfrí í gær því ég er ekkert í skólanum á föstudögum en ég þurfti auðvitaði í vinnuna þannig að nú er ég officially komin í helgarfrí...
Ma og Pa eru í Flórída þessa stundina að versla þar til þau detta niður og vona ég að þau sjái þetta (takk fyrir commentið elskurnar mínar).
Steinunn systur var hjá mér í gær og skottuðumst við upp í kringlu til að fá okkur eitthvað að borða og kíkja á barnaföt á útsölu. Þar var ekki um auðugan garð að gresja þannig að við flýttum okkur aftur heim og þá fékk ég að sjá Amazing Race þáttinn íslenska og vá hvað þetta var steikt lið!
Ok, í fyrsta lagi er náttúrulega HILARIOUS að heyra kynnirinn reyna að segja "breiðamerkursandur" og "vatnajökull". Ég vildi bara að þeir hefðu látið alla keppenduna segja þetta líka, hefði verið klikkað efni í brandara. Það sem kom mér samt á óvart var hvað allir keppendurnir vissu hvað bláa lónið var og voru þvílíkt spenntir. Þeir gætu reyndar hafa lesið sér til um það í blaði Icelandair en samt..
Vel gert of skemmtilegt að horfa á þetta..

Er á leiðinni upp í smáralind til þess að býtta á lyklaborðum bið BT guttana þar og kíkja á Evu systur og svo er búið að bjóða mér í útlendingaparty á Hressó í kvöld, vúhú! Býst svo við a ðvera mjöööög dugleg um helgina og búa nánast á bókhlöðunni til þess að ná nú góðri byrjun og vera ekki með allt á hælunum aftur..

10. janúar 2005

Ávextir eiga heima í tré

Þessa snilldar setningu lét ég út úr mér í IKEA þar sem við leituðum að ávaxtaskál til að hafa á eldhúsborðinu – geri aðrir betur.

Helgin var fín, frekar viðburðarlítil en náði þó að sjá The Incredibles í bíó á laugardaginn og synda 1 kílómeter sama dag.. hehe. Þessi mynd er snilldarverk, bæði í söguþræði og eins hvernig hún er gerð. Sjaldan séð jafn vel teiknaða mynd og þessa – a+ segi ég bara. Ég og Guðjón höfum tekið upp heilsusamlegt líferni, Rúnari til mikillar armæðu enda neyðist hann þá til að vera heilsusamlegur með okkur. Borðum hollan mat og slepptum meira að segja að fá okkur pylsu í IKEA þrátt fyrir lokkandi ilminn þar sem við stóðum í allt of langri röð.. alltaf raðir þegar útsölur eru.

Náði að klára fyrstu bók ársins nefnilega Little Earthquakes eftir Jennifer Weiner. Þetta er ekta stelpubók en þó ekki meðfullkomnum “happily ever after” endi heldur meira svona um hvernig lífið er – enginn sykurbráð ofaná þessari takk. Er alveg að klára Bítlaávarpið og sé fram á að geta byrjað á einhverju spennandi á næstunni (þ.e. ef skólinn tekur ekki öll völd af manni).

Byrjaði í skólanum í morgun – íslensk setningarfræði.. já. Veit að þetta er örugglega skemmtilegt inn við beinið en ég gat ekki í dag séð lengra en skinnið og efsta fitulagið.. vonum það besta..

6. janúar 2005

aftur fór ég suður

Jæja þá er ég komin aftur í borg óttans. Komst suður á mánudaginn með flugi dauðans (án spaugs) og var þetta nánast eina vélin sem komst suður þann daginn. Þakka lífi mínu að Raggi var co-pilot og sýndi snilldar takta í ókyrrðinni og skyggni EKKERT! Er búin að koma mér vel aftur fyrir á Hallveigarstígnum en það var vond lykt þar þegar ég kom aftur....svona "það er enginn búinn að vera hérna í 2 vikur"-lykt. Til að bæta svo ofan á þá gleði var vatnið í krönunum gult og jólatréið svo slappt að ef ég horfði á það þá hrundu 50 greninálar af því.. gleði.

Annars er merkilegt hvað fólk á marga bankareikninga. Flestir í mínu pósthverfi eru með minnst 2 og helst 3-4. Hvað er fólk að stofna svona marga? Ég á 2 - 1 fyrir debetkortið og 1 fyrir langtímasparnað sem endist yfirleitt yfir sumarið og er búinn um jólin-. Það tók mig sem sagt 2 daga að bera út gluggaumslög frá öllum bönkunum með reikningsyfirliti síðasta árs í farteskinu til þegna minna en það jákvæða við þetta var að ég komst að því að Íslandsbanki opnar nú kl 8:30 á morgnanna, nema í verslunarmiðstöðvum. Svalt.

2 nýir þætti byrjuðu á RÚV á mánudag og þriðjudag, bandarískur og breskur. Sá bandaríski, Line of Fire, fjallar um unga píu sem er nýbyrjuð í FBI og að sjálfsögðu missti hún manninn sinn í 9/11 þar sem hann var í Pentagon greyið. Lofa góðu ef þeir sýna meira af vonda mafíugaurnum sem hræddi mig talsvert, og tala minna um þjóðernisást. En breski þátturinn...mmm.. get ekki að því gert að finnast breskir þættir góðir. Murder City var fyndinn, sérstaklega þar sem aðalgaurinn var í My Family og lék þar náttúrulega hálfvita en hér er hann býsna klár. Samt fyrirsjáanlegt plott .. verða að vinna í þessu. En ég bíð samt spennt eftir því að Little Britain byrji!! Hlakka til, hlakka til ..

Er núna búin að fá Guðjón aftur til mín og við ætlum að reyna að komast á Alfie í kvöld í bíó (Jude Law er sætur, ó já) og svo tekur helgin við.. ætli ég reyni ekki að lesa mér eitthvað til í náminu þar sem ég byrja víst á mánudaginn?
já, ég er annars búin að koma mér upp svona mynda hosting einhverstaðar á netinu sem bjössi benti mér á en á bara eftir að minnka myndirnar mínar niður í viðráðanlegar stærðir..hehehe.. lofa að bráðum verði síðan myndum prýdd..