31. október 2004

sunnudagslambalæri

ok, ég myndi blogga oftar ef ég hefði netið heima hjá mér, alveg satt! Er stödd í Árnagarði þar sem bókhlaðan var smekkuð af fólki sem hengur í tölvunum og gerir ekkert nema skoða bloggsíður eins og þessa.. Er að vinna í 2 verkefnum og hvað haldiði nema að lyklaborðið á ferðatölvunni minni bili! Alveg týpískt þannnig að ég varð að drattast út úr húsi og vera dugleg annars staðar.. annars er fínt að fara svona út, er orðin samdauna sófanum því stöð 2 og bíórásin eru óruglaðar akkúrat núna :) sá slæma mynd á stöð 2 í gær, The Core en skipti svo yfir á The Royal Tenenbaums á bíórásinni um miðnætti og sofnaði út frá henni.. alltaf góð... hmm annars er voða lítið að frétta, fór á holtagarða shopping-spree á föstudaginn með guðjóni. Við tókum IKEA með trompi og eigum núna jólakort, nýjan pizzahníf, handklæðaslá á baðið og gul batterí. flott sko.. keyptum svo lambalæri í Bónus á 40% afslætti og ætlum að hafa það í matinn í dag kl. 6 með grænum baunum, sultu og brúnni sósu.. geri aðrir fátækir námsmenn betur!! jæja, best ég haldi nú áfram að skrifa um sögu skjás eins... var líka aðfrétta að litla systir mín sé á leiðinni heim til íslands aftur, hlakka til að sjá þig skvísa... ble í bili

Engin ummæli: