Já gott fólk, loksins komst ég suður. Eftir að hafa eytt deginum í að bíða eftir næstu athugun kom loksins grænt ljós á mætingu út á akureyrarvöll kl. 19:00 í gær. þar fékk ég þær fréttir að það væri þota á leiðinni frá reykjavík, veivei! Fórum nú samt ekki í loftið fyrr en um 20:30 og þrátt fyrir að við höfum bara verið 32 mín á leiðinni þá náði ég einhvern veginn ekki að vera komin heim til mín fyrr en að nálgast tíu í gær, hvert fór tíminn? Alla vega, var svo high-strung yfir þessu öllu að ég náði ekki að sofna fyrr en um 3 leytið í nótt og þurfti svo að bera út póst eldsnemma í morgun (hata Elko blaðið) en fékk þó óvæntan glaðning frá Jeramy í Kanada, nýjustu ljóðabókina hans.. veivei! inní hafði hann sett kort úr IKEA, ahh he knows me well.. sit núna sveitt á bókhlöðunni og þýði (þetta er eini dagurinn í vikunni þar sem opið er til tíu á kvöldin) en þarf svo að mæta í skólann í fyrramálið. Ef þið viljið lesa hilarious ferðasögu systur minnar um Costa Rica og nærliggjandi lönd bendi ég ykkur á www.evath.tk er ekki ennþá búin að fatta hvernig ég geri linka :)
20. október 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli