27. október 2004

bloggleysi

jæja, kannski kominn tími á upate? fólk hefur kannski haldið að ég hafi dáið úr majósskemmd, hahaha! Er í fullu fjöri og aldrei meira að gera í skólanum.. fór á árshátíð Lyf og heilsu í súlnasal hótel sögu á laugardaginn, það var swell.. fékk mér rauðvín og hef nú lært að það er bara fínt. braut reyndar áfengisbindindið mitt en eitt glas telst vart til.. ahemm.. eyddi svo sunnudeginum á bókhlöðunni, mánudeginum í vinnu og verkefnavinnslu og í gær fór ég svo í heimsókn á Skjá einn.. note to people of skjár einn: það þarf einhver að skúra og laga til þarna inni! Annars var þýðingarkompan voða krúttleg, snyrtilegasta herbergið í öllu húsinu og einn aðal þýðandinn þeirra Arnar var einmitt að þýða Leno þegar við mættum, viðtalið við Susan Sarandon sem var einmitt í gær.. Vaknaði svo í morgun og lenti í pósti dauðans, eldspýtustokkar frá landsbjörgu, WTF? er þreytt, pirruð og lenti í að díla við símann út af nýja númerinu mínu en það er allllt of löng saga til að segja frá hér... vil ekki posta heimasímann minn hér þannig að allir fá e-mail eða geta nálgast mig í gemsanum ef þeir vila vita það hahaha.. jæja, verð að þjóta í meiri verkefnavinnu, þar til síðar

Engin ummæli: