Langur tími, lítið blogg.
Er í andleysi ársins, þ.e. fæ alltaf leið á blogginu mínu annað slagið og er í þeim gír núna. Verð samt að deila því með ykkur að ég fór á tónleika með Svavari Knúti á Græna Hattinum 1. maí og skemmti mér stórkostlega. Útilegulag Gunnars í Krossinum og baráttulagið Mengum Ísland hafa hljómað í huga mér undanfarna daga.... you had to be there ;)
Ég kíkti líka á Jökul Bergmann og hann er algjört krútt. Gaman að sjá mumma í pabbaleik, hehe.
Nú er Óliver líka orðin 3ja vikna og ég ætla að kíkja á hann í vikunni - set þá örugglega nýja mynd af kvikindinu hérna inn. Hlakka til að sjá hvað hann er orðinn stór og hvort hann er ennþá jafn frekur á mat!
Safnadagurinn var í gær og afrekaði ég að fara í fyrsta sinn á bæði Smámunasafnið og Iðnaðarsafnið. Á því fyrrnefnda sá ég flotta heimildamynd um Sverri Hermannsson sem verður sýnd seinna á árinu á rúv - ekki missa af henni því þetta er hörku kall með ótrúlega ævi að baki.
Á Iðnaðarsafninu sá ég svo svart á hvítu hvað Akureyri hefur í raun breyst mikið síðustu 50-60 árin. Ég fann líka 3 myndir af verkstæði langa afa míns, sem svo skemmtilega vill til að ég bý í núna. Mæli með þessu - ótrúlega hollt eitthvað fyrir mann.
Nú ætla ég að sigla inn í sunnudaginn með bros á vör og hugsa um að dansa - hvað er betr' en að dansa?
4. maí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
hæhó! Takk takk fyrir heimsóknina síðasta sunnudag. Rósin er ennþá á lífi og gott betur en það, er á leiðinni að blómstra! Til hamingju með litla hvutta, hann er MEGA sætur og ég öfunda þig smápínkuponsu ;)
knús
Gott að sjá smá líf í bloggheimum ;)
Svavar Knútur er gullmoli og tónleikarnir voru algjör snilld og ætti að vera til á hverju heimili!
Láttu þér batna mín kæra....
Geri ráð fyrir að Óliver sé búinn að stækka smá... Gaman að sjá þig um daginn!
Ég er svoooo klár í pabbaleik.. nema þegar hann byrjar að grenja, þá verður Sara að laga.
Kv. Mummi
AKA Big Daddy M.
Skrifa ummæli