14. maí 2008

Babell

Ég fékk heimsókn í gær frá Ágústu og gaf hún mér svona ótrúlega krúttlegan köku/ávaxta stand! Takk kærlega fyrir mig - nú er eina vandamálið hvort ég eigi að setja kökur eða eitthvað hollara á bakkana? ;)


Bloggletin heldur áfram og er alveg að drepa mig.. Stundum nennir maður bara ekki að deila með öðrum. Stundum er bara gott að melta sjálfur. Annars er helst í fréttum að ég er ekki enn búin að kíkja aftur á Óliver en ætla að drífa í því - langar mikið að sjá krúttið ;)
---
Ég fæ líka loksins sjónvarp á eftir! adsl-myndlykillinn mætir á svæðið um fjögur leytið svo ég held ég baði mig í lélegu sjónvarpsefni næstu daga, svona til að bæta upp fyrir síðustu 3-4 vikur hehe.
---
Ég kíkti út í Mið-Samtún til Ingu og Einars og sauðburður er þar í fullum gangi. Fékk að klappa nokkrum lömbum, gefa á garða og fylgjast með hundaskottunum borða misgáfulega hluti. All in a days work :)
---
Framundan er brúðkaup Írisar og Halldórs í Reykjavík, flutningur litlu systur af stúdentagörðunum og svo heimkoma Ólivers í lok júní. Er lífið ekki bara nokkuð gott?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hví er fyrirsögnin Babbel?

Það er ógeðsleg bíómynd!

kv. Mummi

Lára sagði...

hehehe! Þessi kökudiskur heitir Babell ;)

Lisa sagði...

Þú verður að búa til fairy cakes með bleikt krem ofaná til að gera kökudiskana fullkomin!

Nafnlaus sagði...

Eru Babel-ostar ekki málið á Babell disk? :)

Btw; sá myndir af þér úr ákveðinni samkynhneigðri hjónavígslu! Sem aðstandanda auðvitað sko ... :P

Lára sagði...

nau nau nau! Addi, ertu komin í innsta hring gay mafia?? ;)