sigur rós komið með nýtt lag í spilun og myndband með beru fólki (rísið nú upp, teprur landsins) og ég held að ég sé hreinlega að fíla þetta. Allt öðruvísi en áður en samt þeir... Orri fer hamförum á trommunum! Hlakka til að heyra rest, þann 23. júní ;)
Voruð þið annars búin að fatta að maí er alveg að verða búinn? Það mætti reyndar ætla, miðað við hitabeltisloftslagið hér á 7. hæðinni, að það væri miður júlímánuður. Hver trúir því að það sé 18-20 stiga hiti hérna dag eftir dag? Klöppum fyrir öfugum hæðum/lægðum sem skófla heita loftinu til okkar!
Þetta hitabeltisloftslag er að gera út af við skapandi hugsun hjá mér svo ég læt staðar numið.
jú annars, takk fyrir öll fallegu kommentin varðandi Óliver ;)
28. maí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Takk fyrir að blogga Lára mín,
enda ekki annað hægt þegar tjellingin á næstu skrifstofu biður svona fallega :) (m.ö.o. þegar ég öskraði "viltu fara blogga Lára") Já það er blessuð blíðan og það versta við þetta gufubað sem við köllum vinnustað er að nú er ég komin með helv. Bahamas-skrípið á heilann. Hvað gera bændur nú?
komdu yfir til okkar Hafdísar - evróvision lög sveima hér á milli okkar og festast í nokkrar mínútur hvert ;)
Skrifa ummæli