5. febrúar 2008
Þankar um heimilistæki
Mig langar ofsalega mikið í svona hræivél. Þetta er Kenwood Patissier vélin og hjartað slær í alvörunni aukaslag þegar ég sé hana. Kemur kannski ekki á óvart að mig langar í rauðu týpuna?
Annars hef ég mikið hugsað um heimilistæki undanfarið, aðallega vegna þess að mig vantar þau nokkur. Ég þarf að kaupa mér ryksugu. Ég þarf líka að kaupa mér moppu og fleira og langar í Magnaða moppuskaftið sem var að hækka greinilega, humph! Kostaði aðeins minna fyrir hálfum mánuð síðan! Mig vantar líka brauðrist og hraðsuðuketil og Martan í mér er búin að finna 2 ristar en ketillinn lætur bíða eftir sér. Enda eflaust með pott á helli og bölva mér í hvert skipti fyrir að vera nú ekki búin að drullast til að sætta mig við eitthvað á tilboði.
En þurfum við öll þessi tæki? Ég þekki 1 par sem á pizzaofn og virkilega notar hann, 2 pör sem eiga og nota ísvélar en poppvélar, raclette sett, súkkulaði fondú-pottar (og gosbrunnar, n.b.)ásamt hinum ýmsu matvinnsluvélum standa yfirleitt rykfallin inni í skáp og sjá sjaldan dagsbirtuna.
Nú spyr ég ykkur: hvaða tæki býr í skápnum hjá ykkur sem aldrei eða sjaldan er notað?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
13 ummæli:
á blendara sem safnar ryki inní skáp og svo henti ég rykfallinni ísvél um daginn..
Kitchen Aidinn er kannski ekkert alltaf í notkun en kemur þó fyrir. Hún er bara svo fín og húsfreyjuleg uppá bekk.. er reyndar að fara skella í köku í kvöld.
Hins vegar fékk brauðrist í jólagjöf.. mín fyrsta 7 árum eftir ég flutti að heiman.
Hraðsuðuketils get ég ekki lifað án.
Jámm þessi tækjaræða átti nú ekki að vera svona löng.
Flott hrærivél by the way.. sérstaklega rauð!
ég á safapressu sem hefur aldrei verið notuð... samt á ég uppskriftabók og allt sem gagnast með henni...
EN... rassamælir.. telst það heimilistæki?
Djö.. væri ég til í að eiga safapressu, hún myndi þá ekki rykfalla inn í skáp ;) Vöfflujárnið hefur verið skammarlega lítið notað á síðasta ári. Síðan á ég svona furðulega græju sem tengdó keypti einu sinni. Lítur út eins og stórt desilítarmál með handfangi sem þarf að ýta á og er til að sigta hveiti í bakstur. En ég sem á þetta fína litla sigti og baka þar að auki aldrei.... Gaman að þessu :)
-Mjööög flott hrærivél! Langar mjög mikið í svona flotta hrærivél en hef einhvern veginn ekki samvisku í að setja hana á gjafalistann þegar ég á eina alveg mjög góða (en ekkert sérlega fallega) sem amma gaf mér notaða frá sér...
-Á eitthvað rifjárnasett sem ég hef aldrei notað! Mjög spes!
Svo er blenderinn eitthvað mis...
Eeen... hef notað fondou pott sem ég nota mjög oft - virkilega skemmtileg stemning;)
Og töfrasproti og gufusuðupottur er mest notað hjá "grænmetisréttalagandi" móður ungrar stúlku;)
(ps. Naomí er bara með broddstaf yfir í-sjá link;)
-Risa knúús með risa commenti;)
Flott hrærivél sko, langar líka í svona en hún er bara svo stóóór! Á by the way samt enga hrærivél, bara handþeytara sem ég nota í allt og hef átt í 8 ár.
Annars á ég óendanlega mörg heimilistæki og nota þau flest öll oft, kannski einna helst vöfflujárnið sem ég nota ekki svo oft, já og straujárnið. En það fer nú ekki svo mikið fyrir þeim að það sé hættulegt að þau rykfalli aðeins inn í skáp.
Uss! Takk fyrir athugasemdina Íris - þessi broddstafur hefur læðst inn! Veit alveg að hún heitir Naomí ;)
Þið eruð greinilega dugleg við að nota dótið ykkar. Mummi, ég á safapressu sem ég notaði mikið fyrir sunnan og gulrætur og epli eru snilldar kombó. En rassmælir? Það telst ekki heimilstæki hjá mér!
Sammála þessu með vöfflujárnið - ég hef nú samt alveg notað það sem samlokugrill tvisvar í fyrra, en flott og rauð (algjört möst (á rauða kitchen aid)) hrærivél á eldhúsbekknum er æði og maður notar hana! Við eigum líka pizzaofn sem við notum örugglega einu sinni í viku - hver þarf að panta þegar maður fær betri pizzu heima hjá sér!! en Fondue potturinn og fondue súkkulaðipotturinn sem ég fékk jólin 2005 hafa aldrei verið notaðir!
En já - mundu að tékka á hávaðanum í hrærivélunum, mamma á svona kentwood hrærivél og sú sprengir hljóðhimnurnar, mamma hefur aldrei notað hana öðruvísi en að loka hana inni í svefnherbergi á meðan. Algjör bömmer fyrir svona grip.
þarf að bæta einu við.. var að skoða þetta magnaða moppuskaft.. sem er, sýnist mér, lífsnauðsnyn. Eitt skaltu átta þig á, þú þarft græna crocksara í stíl.. jæks
Hef ekki snert fínu krómuðu poppvélina okkar síðan við fluttum frá Höfða, poppið var orðið svo svakalega óhollt hjá mér enda notaði ég ógrynnin öll af salti og smjöri á það.
Ristavélin, matvinnsluvélin og eggjasuðutækið eru mest notuð...elska eggjasuðutækið mitt :-)
Elska líka þessar nýju Kenwood týpur, þær eru fancy. Langar miklu frekar í svoleiðis heldur en Kitchen Aid.
Knús ame
jáhá. Handþeytarinn er nánast ekkert notaður eftir að við fengum þessa fínu Kitchen Aid hrærivél gefins. Hún er ótrúlega fín og vel notuð þegar hún er notuð.
Annars er það vöfflujárnið sem er minnst notaðasta græjan.
Brauðristin er í stanslausri notkun, hraðsuðuketillinn sömuleiðis. Kaffivélin endrum og eins og grillið tekið í skorpum.
Á ekki pizzuofn, poppvél, eggjasuðutæki, hrísgrjónapott, töfrasprota, ísvél, sódastrím, safapressu...s.s. ekki eldhús-tækjafrík ;)
jamm... ég hugsa nú að minnst notaða tækið hjá mér sé töfrasprotinn, hann hefur verið lítið notaður síðan ég keypti fína Kitchen Aid blandarann minn, sem er rauður í stíl við Kitchen Aid hrærivélina. Eða jú, samlokugrill sem mér áskotnaðist í Caledóníu er ósnert inni í skáp, ætla að henda því út og rýma til fyrir George Foreman grillinu sem við fengum í jólagjöf. Og eggjasuðutækið sem við fengum líka á síðustu jólum er snilld.
Annars þarf að athuga með hávaðann á Kenwoodinum, mágkona mín á svoleiðis og hún er ansi hávær.
Humm þetta hélt ég að þú værir með á krital hreinu. Mér er mjög minnistæð verslunarferð í IKEA þar sem þú verslaðir í eldhúsið mitt :o) En hér eru heimilistækin af skornum skamti svo þau eru öll í notkun alltaf. En hraðsuðuketillinn, blandari og straujárn eru náttlega möst.
Skrifa ummæli