
-Manneken Pis eða Peðlingur piss er eitt frægasta kennimerki borgarinnar og hægt að kaupa alls kyns minjagripi með drengnum, m.a. penna (átti svoleiðis fyrir 12 árum).
-Samkvæmt óstaðfestum heimildum rignir að meðaltali 217 daga á ári í Brussel

-Brussel er "tvítyngd borg" (flæmska og franska) og það má sjá glöggt á götuskiltum borgarinnar. Þó eru útlendingar um fjórðungur íbúa borgarinnar og flestir þeirra tala ensku eða frönsku sín á milli.

Ástæða þessara mola? Minn ástkæri Guðjón er að flytja til Brussel til að vinna hjá sendiherranum þar. Hans verður sárt saknað. Love you longtime Jacks...
6 ummæli:
Takk fyrir þetta! Alltaf gaman að líta í upplýsingahorn Láru :)
Þá er bara að skella sér til Brussel, pissa í gosbrunn og borða belgíska vöfflu með súkklaði. Einhver með?
FLÆMSKA og franska, Lára mín. Þeir í Flanders yrðu aldeilis ekki ánægðir með þetta ;-) Annars er þetta sama tungumálið, bíttar engu.
Bjó í Belgíu, í Leuven, í einn vetur, svo þessvegna varð ég að tjá mig :-)
Ó Lára ó Lára, ekki gleyma belgíska konfektinu!!
Iss, það er ekkert sem heitir flæmska, það heitir hollenska. Bý í Belgíu, í Gent, á austanverðu Flandri, og hef búið í rúmt ár, og verð þess vegna að tjá mig ;)
Annars vinn ég í nágrenni Brussel þar sem hollensku- og frönskumælandi belgar eru svona 50/50 sirka bát, og sín á milli tala þeir yfirleitt ensku, svo kannski má bæta því við líka :P
Hehe, já ég beið lengi eftir að þú segðir eitthvað hér Bjössi ;)
Já einhvers staðar stóð að hollenska og flæmska væru 2 nöfn yfir sama hlutinn :)
Skrifa ummæli