15. febrúar 2008

Brussel

-Brussel er höfuðborg Belgíu. Nafnið kemur af gamla hollenska orðinu Bruocsella, Bruoc þýðir mýri og sella þýðir heima svo Brussel er "heimili í mýrinni"


-Manneken Pis eða Peðlingur piss er eitt frægasta kennimerki borgarinnar og hægt að kaupa alls kyns minjagripi með drengnum, m.a. penna (átti svoleiðis fyrir 12 árum).

-Samkvæmt óstaðfestum heimildum rignir að meðaltali 217 daga á ári í Brussel


-Neðanjarðarlestakerfið í Brussel er einungis síðar 1976 þó svo að premetro hafi verið starfrækt frá 1968.


-Brussel er "tvítyngd borg" (flæmska og franska) og það má sjá glöggt á götuskiltum borgarinnar. Þó eru útlendingar um fjórðungur íbúa borgarinnar og flestir þeirra tala ensku eða frönsku sín á milli.


-Belgískar vöfflur eru jafnfjölbreyttar og annað. Vaffla í Brussel er yfirleitt borin fram með flórsykri eða rjóma og stundum súkkulaði en hún er einnig notuð sem eftirréttur.




Ástæða þessara mola? Minn ástkæri Guðjón er að flytja til Brussel til að vinna hjá sendiherranum þar. Hans verður sárt saknað. Love you longtime Jacks...

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir þetta! Alltaf gaman að líta í upplýsingahorn Láru :)
Þá er bara að skella sér til Brussel, pissa í gosbrunn og borða belgíska vöfflu með súkklaði. Einhver með?

Nafnlaus sagði...

FLÆMSKA og franska, Lára mín. Þeir í Flanders yrðu aldeilis ekki ánægðir með þetta ;-) Annars er þetta sama tungumálið, bíttar engu.
Bjó í Belgíu, í Leuven, í einn vetur, svo þessvegna varð ég að tjá mig :-)

Lára sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nafnlaus sagði...

Ó Lára ó Lára, ekki gleyma belgíska konfektinu!!

't beertje sagði...

Iss, það er ekkert sem heitir flæmska, það heitir hollenska. Bý í Belgíu, í Gent, á austanverðu Flandri, og hef búið í rúmt ár, og verð þess vegna að tjá mig ;)

Annars vinn ég í nágrenni Brussel þar sem hollensku- og frönskumælandi belgar eru svona 50/50 sirka bát, og sín á milli tala þeir yfirleitt ensku, svo kannski má bæta því við líka :P

Lára sagði...

Hehe, já ég beið lengi eftir að þú segðir eitthvað hér Bjössi ;)

Já einhvers staðar stóð að hollenska og flæmska væru 2 nöfn yfir sama hlutinn :)