ég og mummi kláruðum verkefnið okkar áðan svo ég er komin í jólafrí frá skólanum. Það er nú reyndar ekki upp á marga fiska því ég þarf að skila verkefni 10. janúar - skítt.
ég er búin að ganga frá nokkrum jólagjöfum, skrifa helming jólakortanna og byrjuð á jólahreingerningunni (betur þekkt sem 'færum þessa hrúgu af drasli þangað sem við sjáum hana ekki' prógrammið) svo ég get farið að horfa á eitthvað af þessum jólamyndum mínum ;)
ég gleymdi auðvitað bestustu myndinni minni á listanum um daginn - The Nightmare before Christmas e. Tim Burton... schnilldarmynd þar á ferð og ég fæ alltaf 'this is halloween' á heilann þegar ég hugsa um hana!!
damn, nú langar mig að kíkja á hana...
9. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Til hamingju með verkefnið!
já til hamingju með jólafrí frá skólanum. Er einmitt á smá netrúnti áður en ég helli mér í jólakortaskrifin.
takk takk góðu konur ;)
Nú er ég að sofna í vinnunni.. er annað hvort of kalt eða of heitt. nú er mér heitt og þá verð ég syfjuð! slæmt, slæmt...
Skrifa ummæli