ég lagðist í stutt en leiðinleg veikindi... held ég sé að verða ímyndunarveik, en þar hef ég ekki tærnar þar sem Guðjón minn hefur hælana! Hann er hypochondriac af guðs náð og veit af því!
ég veit stundum ekki hvað ég á að skrifa inn í jólakort. ég held að stundum sé ég jafnvel of væmin eða of snubbótt - ég skrifa bara það sem mér dettur í hug þá stundina og allt er það vel meint :)
mamma er að spila 'Let it snow' frammi í eldhúsi... dýrka það lag.
er á leiðinni að kaupa jólatré með ma, pa, steinunni sys og ágústi. Í fyrra þóttist ég ætla að troða barninu í gegnum netavélina. honum var ekki skemmt. held ég taki þann brandara ekki með í ár!
15. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þegar ég keypti jólatré í fyrra voru tvö börn sem fóru í gegnum pökkunarmaskínuna, fannst það rosalega gaman (þau reyndar voru aðeins eldri en Ágúst Óli)
we ad skrifa comment med iPhoneinum hans. Bjarka
Skrifa ummæli